Fréttir

Námskeið á vorönn 2019

7 jan. 2019

Fjölbreytt námskeið verða boði hjá Framvegis, miðstöð símenntunar á vorönn 2019. Sjúkraliðanámskeiðin eru öll starfstengd og metin til launa fyrir stéttina. Framvegis nýtur liðsinnis fagráðs með uppbyggingu nýrra námskeiða og á í góðu samstarfi við aðrar símenntunarmiðstöðvar um námskeiðin. Öll sjúkraliðanámskeiðin eru kennd í staðnámi en mörg þeirra eru einnig fjarkennd sem auðveldar sjúkraliðum á landsbyggðinni að sækja símenntun.

Sjá námsskrá sjúkraliða vor 2019

Skráning fer fram á vefsíðu Framvegis www.framvegis.is en einnig er hægt að hringja í síma 581 1900

Námskeið sem verða í boði vorið 2019:

HUGRÆN ATFERLISMEÐFERÐ

Tími: 11., 14. og 18. febrúar

AÐ STJÓRNA TÍMA SÍNUM OG VERKEFNUM

Tími: 25. og 26. febrúar

Nýtt: ÞAÐ ERU TIL LAUSNIR – AUKIN VITUND UM ÁHRIF SJÚKDÓMA Á AÐSTANDENDUR

Tími: 28. febrúar, 5. og 7. mars.

GÓÐ NÆRING – BÆTT LÍFSGÆÐI

Tími: 11. og 12. mars

MIKILVÆGI GÓÐRAR ANDLEGRAR HEILSU HJÁ ÖLDRUÐUM

Tími: 18. og 19. mars

SAMSKIPTAFÆRNI Í STARFi SJÚKRALIÐA

Tími: 20. og 21. mars

Nýtt: AÐ STYRKJA FJÖLSKYLDUR SEM GLÍMA VIÐ VEIKINDI

Tími: 26. mars

LÍFSTÍLSSJÚKDÓMAR OG LÍFSSTÍLSLYF

Tími: 27. og 28. mars

KULNUN Í STARFI HJÁ SJÚKRALIÐUM

Tími: 1. og 4. apríl

Nýtt: DAUÐHREINSUN – HVAÐ FELST Í HUGTAKINU DAUÐHREINSUN

Tími: 2. apríl

Nýtt: ÓLÖGLEG FÍKNIEFNI OG ÁVANABINDANDI LYF

Tími: 10. apríl

VERKIR OG VERKJAMEÐFERÐ

Tími: 29. og 30. apríl

Auk þess verður boðið upp á:

Leiðbeinendanámskeið, námskeið fyrir leiðbeinendur sjúkraliðanema.

Náms- og starfsráðgjöf; náms- og starfsráðgjafar hjá Framvegis eru til staðar fyrir þig ef þú ert eldri en 20 ára og hefur ekki útskrifast úr framhaldsskóla.

Raunfærnismat; raunfærnimati er ætlað að meta þá færni og þekkingu sem þú hefur öðlast í starfi og frítíma.

Framvegis – miðstöð símenntunar býður fyrirtækjum og stofnunum þjónustu við að greina þarfir fyrir fræðslu, þjálfun og annað sem tengist uppbyggingu starfsmanna og notar til þess faglega greiningaraðferð sem ber heitið Markviss.

Til baka