Eyðublöð

Innritun í Sjúkraliðafélag Íslands Þetta eyðublað þarf að prenta út og undirrita áður en sent er. Einstaklingur sem óskar eftir aðild að félaginu skal sanna stjórn félagsins réttindi sín með framlagningu leyfisbréfs útgefnu af Embætti landlæknis, eða með öðrum gögnum sem stjórnin metur gild.

Breyting á heimilisfangi, netfangi eða síma Þegar breytingar hafa orðið á högum félagsmanns, hann skipt um aðsetur, símanúmer eða netfang, er hann vinsamlega beðin um að tilkynna það til skrifstofu félagsins.

Umsókn í fræðslusjóði Vegna umsókna í Starfsmenntasjóð og Starfsþróunarsjóð félagsins þarf að útfylla og prenta viðeigandi eyðublað. Sama eyðublað er notað fyrir umsóknir í báða sjóðina. Frumrit reikninga þurfa að fylgja umsóknunum.

Umsókn um greiðslu kostnaðar vegna trúnaðarstarfa Þegar sjúkraliðar sinna trúnaðarstörfum fyrir félagið, geta þeir sótt um styrk vegna greiðslu kostnaðar vegna trúnaðarstarfa.

Eyðublað vegna ekinna kílómetra Þegar sjúkraliðar sinna trúnaðarstörfum fyrir félagið og nota bifreið sína til þess, geta þeir sótt um styrk vegna ekinna kílómetra.

Til baka