Fréttir

Kosning um boðun verkfalls

17 apr. 2014

medium 023 Copy 1383526854


Tilkynning frá kjörstjórn Sjúkraliðafélags Íslands 

 

ATKVÆÐAGREIÐSLA sjúkraliða í Sjúkraliðafélagi Íslands, sem eru starfsmenn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV), um boðun verkfalls.

Ás, Dalbær, Eir, Grund, Hlévangur, HNLFÍ, Holtsbúð, Hornbrekka, Hrafnista Reykjavík,Hrafnista Hafnarfirði, Hrafnista í Kópavogi,  Hrafnista Reykjanesi, (Nesvellir) Kumbaravogur, Lundur, Mörk, SÁÁ, Sjálfsbjargarheimilið, Skjól, Skógarbær, Sóltún og Sunnuhlíð/Vigdísarholt.

 

Atkvæðagreiðslan fer fram rafrænt frá kl. 9.00 þann 17. apríl og lýkur kl. 16.00, 24. apríl.

 

Búið er að setja upp kosningahnapp á heimasíðu félagsins https://www.slfi.is  „Kosning“

 

Eftir að smellt er á hnappinn þá er viðkomandi beðinn um félaganúmer. Félaganúmerið er á félagskírteininu þínu fyrir árið 2014.  Ef einhver vandamál koma upp, þá vinsamlegast hafðu samband við skrifstofu félagsins á opnunartíma í síma 553 9493 .

 

Kjörstjórn Sjúkraliðafélags Íslands 

Til baka