Fréttir

Kjarasamningur við Reykjavíkurborg samþykktur

12 maí. 2020

Atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn við Reykjavíkurborg lauk á miðnætti aðfaranótt þriðjudags 12. maí. Alls voru 167 félagsmenn á kjörskrá. Af þeim tóku 60 % afstöðu til kjarasamningsins og féllu atkvæðin með eftirfarandi hætti:

  • 74% samþykktu samninginn.
  • 20% höfnuðu samningnum.
  • 6% tóku ekki afstöðu.

Kjarasamningur Reykjavíkurborgar og Sjúkraliðafélags Íslands er því samþykktur af hálfu félagsins.

Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar ber merki um ríka stéttarvitund sjúkraliða og hve kjarasamningurinn er viðamikill. Þá er hið nýja launamyndunarkerfi sem snýr að styttingu á vinnutíma fyrir vaktavinnufólk framandi kerfisbreyting sem hefur reynst torvelt að útskýra.

Kjaramálanefnd þakkar fyrir góða þátttöku í atkvæðagreiðslunni um kjarasamninginn.

Til baka