Fréttir

Kjarasamningar

30 nóv. 1999

Kjaramálanefnd

Kjaramálanefnd vinnur að kjarasamningum félagsins samkvæmt eftirtöldum ákvæðum í lögum Sjúkraliðafélags Íslands.

Fulltrúaþing Sjúkraliðafélags Íslands kýs átta félagsmenn beinni kosningu til að starfa í kjaramálanefnd félagsins.

Kjaramálanefnd skal í samráði við félagsstjórn og trúnaðarmannaráð annast:

  1. Undirbúning kröfugerðar vegna kjarasamninga.
  2. Kjósa úr sínum hópi þrjá fulltrúa í kjararáð er sjá um viðræður við viðsemjendur SLFÍ.
  3. Fylgjast með efnahags- og kjaramálum og veita félagsmönnum upplýsingar um þau efni.
  4. Veita einstökum félagsdeildum umboð til að annast að hluta eða öllu leyti kjarasamninga á sínu starfssvæði. Í þeim tilvikum sem umboð til samningagerðar er veitt, skal fulltrúi sem kjaramálanefnd tilnefnir vera viðkomandi samninganefnd til aðstoðar og fulltingis.
  5. Taka ásamt félagsstjórn, sbr. ákvæði 42. gr. ákvörðun um allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun verkfalla.

Kjaramálanefnd skal hafa samráð við svæðisdeildir eða aðra þá sem ætla má, að hafi einhverja sérstöðu innar SLFÍ, við undirbúning kröfugerðar.

Kjararáð Kjaramálanefnd kýs úr sínum hópi þrjá fulltrúa í kjararáð. Formaður er sjálfkjörinn í ráðið í umboði kjaramálnefndar. Undirskrift kjarasamninga skal gerð með fyrirvara um samþykki félagsmanna að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu. Við breytingu á kjarasamningi á samningstímabilinu er ekki skylt að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu.

Heimilt er, með samþykki kjaramálanefndar og stjórnar félagsins að afgreiða kjarasamninga á almennum félagsfundi.

Til baka