Fréttir

Kjarasamningar, yfirvofandi verkfall og undirbúningsfundur

7 maí. 2014

Ágætu félagsmenn SLFÍ sem starfa hjá stofnunum sem eru aðilar að Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, en þær stofnanir eru:
Ás, Dalbær, Eir, Garðvangur, Grund, Hlévangur, HNLFÍ, Hornbrekka, Hrafnista Reykjavík, Hrafnista Hafnarfirði, Hrafnista Kópavogi, Hrafnista Reykjanesi, Kumbaravogur, Lundur, Mörk, SÁÁ, Sjálfsbjargarheimilið, Skjól, Skógarbær, Sóltún og Sunnuhlíð/Vigdísarholt.

 

Sjúkraliðafélag Íslands og SFR stéttarfélag hafa sameiginlega átt í kjaraviðræðum við SFV. Fundað hefur verið stíft síðustu daga. Lítið hefur þokast og flest mál óútkljáð. Því stefnir að óbreyttu í boðað verkfall næsta mánudag þann 12. maí. Þá munu allir félagsmenn SLFÍ og SFR hjá SFV leggja niður störf á tímabilinu frá kl. 08.00 til kl. 16.00.

 

Verkfallsmiðstöð mánudag 12. maí frá kl. 8.00 til kl. 16.00 á Grettisgötu 89
SLFÍ og SFR munu opna verkfallsmiðstöð að Grettisgötu 89 (fyrstu hæð) á verkfallsdaginn 12. maí frá kl. 8.00 til kl. 16.00. Dagskráin þar verður:

08.00 til 09.00   Kaffi, kleinur og spjall
09.00 til 10.00 Opinn fundur, upplýsingar og skipulag hópa í verkfallsvörslu
10.00 til 16.00 Hópar að störfum í í verkfallsvörslu og verkfallsmiðstöðin opin
16.00 til 17.00 Verkfallsvörsluhópar koma í miðstöðina og skila af sér. Kaffi og meðlæti.

 

Eins og að ofan segir þá verður verkfallsvarsla skipulögð á fundinum og því er mikilvægt að sem flestir félagsmenn komi á fundinn. Yfir daginn er síðan einnig mikilvægt að líta við í miðstöðinni og fá upplýsingar um gang mála við verkfallsvörslu og nánari upplýsingar.

Það er von SLFÍ að samningar náist og að ekki þurfi að koma til verkfalla. Ef hins vegar til verkfalla kemur þá mun stjórn Vinnudeilusjóðs SLFÍ vera búin að fjalla um bætur til þeirra félagsmanna sem verða fyrir launatapi og gera grein fyrir þeim sem fyrst.

 

Mjög mikilvægt er að sem flestir félagsmenn komi á fundinn og sýni samstöðu!

 

Tímasetning verkfalla:

Á tímabilinu frá kl. 08:00 til kl. 16:00, mánudaginn 12. maí 2014, munu allir félagsmenn SLFÍ hjá SFV leggja niður störf.

Á tímabilinu frá kl. 08:00 til kl. 16:00, fimmtudagur 15. maí 2014, munu allir félagsmenn SLFÍ hjá SFV leggja niður störf.

Á tímabilinu frá kl. 00:00 til kl. 24:00, mánudaginn 19. maí 2014, munu allir félagsmenn SLFÍ hjá SVF leggja niður störf.

Kl. 08:00 fimmtudaginn 22. maí 2014 hefst allsherjarverkfall allra félagsmanna SLFÍ hjá SFV sem mun standa þar til annað verður ákveðið.

 

Samstaða er afl sem ekkert fær staðist

Kristín Á Guðmundsdóttir
formaður SLFÍ


pdfSjá prentvæna útgáfu

Til baka