Fréttir

Höfðingleg gjöf til Sjúkraliðafélags Íslands

19 maí. 2016

IMG 1545

 

Þann 18. maí sl. afhenti Ingibjörg R. Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur Sjúkraliðafélagi Íslands eina miljón krónur að gjöf.

SLFÍ hefur ákveðið að gjöfin verði notuð í að setja á stofn sjóð til styrktar rannsóknum á námi og störfum sjúkraliða.

Ingibjörg R. Magnúsdóttir, er fyrrverandi námsbrautarstjóri námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu.

Ingibjörg hefur verið einn ötulasti talsmaður þróunar hjúkrunarmenntunar á Íslandi. Hún var frumkvöðull að því að hafið var sjúkraliðanám við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri (FSA) og lagði til að hin nýja stétt fengi nafnið Sjúkraliðar.  Fyrstu sjúkraliðarnir útskrifuðust frá FSA, 26. maí árið 1966. Ingibjörg var síðan ein þeirra sem stóð að stofnun námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands árið 1973.

Ingibjörg var gerð að heiðursfélaga Sjúkraliðafélagsins á 40 ára afmæli félagsins í nóvember árið 2006

 

Sjúkraliðafélag Íslands þakkar höfðinglega gjöf Ingibjargar og vonast til að sjóðurinn eigi eftir að vaxa og dafna, störfum og menntun sjúkraliða til góðs í framtíðinni.

 

Til baka