Hámarksstyrkur Starfsmenntasjóðs SLFÍ hækkar
6 feb. 2020
Við viljum benda félagsmönnum Sjúkraliðafélags Íslands á að kynna sér veigamiklar breytingar á nýsamþykktum reglum Starfsmenntasjóðs SLFÍ.
Helstu breytingar á reglum sjóðsins eru þessar:
- Hámarksstyrkur hefur verið hækkaður úr 60.000 krónum í 100.000 kr. samtals á 24 mánaða tímabili til að viðhalda menntun og auka þekkingu félagsmanna.
- Styrkur úr Starfsmenntasjóði vegna símenntunar, námskeiða, kynnisferða og ráðstefnuferða hækkar úr 45.000 krónum í 60.000 krónur á 24 mánaða tímabili. Skila þarf inn fylgigögnum og staðfestingu á þátttöku, skv. 6. gr. og 7. grein úthlutunarreglna.
- Hægt verður að sækja um 40.000 króna styrk úr Starfsmenntasjóði vegna námskeiðs án beinnar tengingar við starf á 24 mánaða tímabili.
Eftir sem áður geta félagsmenn ekki fengið styrk vegna uppihalds (fæðiskostnaðar), ferða innan borga og sveitarfélaga, launataps, né vegna öflunar námsgagna.
Umsóknum skal skila inn rafrænt á „Mínum síðum“ á heimasíðu Sjúkraliðafélagsins, eða senda umsókn ásamt fylgigögnum á skrifstofu félagsins. Ekki er unnt aô skila inn reikningi sem er eldri en 12 mánaôa.
Hægt er að kynna sér úthlutunarreglur Starfsmenntasjóðs hér.