Fréttir

Hámarksgreiðsla félagsgjalda

24 mar. 2021

Á árlegu fulltrúaþingi/aðalfundi Sjúkraliðafélags Íslands er lögð fram tillaga að hámarksgreiðslu félagsgjalda hvers sjúkraliða.
Fyrir árið 2020 var ákveðið að hámarksgreiðsla félagsgjalda verði kr. 103.000,-.

Nú og á næstu dögum er verið að endurgreiða þeim félagsmönnum sem hafa greitt meira, en sem nemur hámarksgreiðslu.
Þeir sjúkraliðar sem ekki hafa fengið greitt og telja að þeir hafi greitt umfram félagsgjöld fyrir árið 2020 eru vinsamlegast beðnir að hafa samband í gegnum tölvupóst birna@slfi.is og sigga@slfi.is eða í síma 553-9494(93) eftir páskahátíðina.

Póstinum þurfa að fylgja bankaupplýsingar, nafn og kennitala.

Til baka