Gönguferðir Skotgöngu 2020

Eins og undanfarin mun Sjúkraliðafélagið niðurgreiða gönguferðir með Skotgöngu. Laust er í 4 ferðir með þeim í sumar.

Kvennaferð í Pýrenafjöllin og Costa Brava 5. til 12. maí.
Skotganga býður upp á vikuferð í Pýrenafjöllin, Costa Brava og Barcelona í maí 2020.
Gist er á þremur gististöðum, Hotel La Coma Setcases*** í 3 nætur, Park Hotel San Jorge Platja d´Aro**** í 3 nætur og Gran Hotel Havana Barcelona**** 1 nótt.
Nánari upplýsingar um ferðina má lesa hér.

 

Hadrians Wall   6. – 13. júní.

Árið 122 AD fyrirskipaði Rómverski keisarinn Hadrian að reisa skyldi vegg stranda á milli í norður Englandi til að halda í skefjum Barbörunum í norðri.
Veggurinn (Hadrian’s Wall) liggur frá Wallsend í austri (úthverfi Newcastle) til Bowness on-Solway í vestri. Rústir Hadrian’s Wall eru stærstu fornminjar í Norður Evrópu.
Búið er að opna gönguleið meðfram veggnum sem nýtur sívaxandi vinsælda. Leiðin liggur um einhverjar fallegustu sveitir Englands.  Á leiðinni eru 16 virkisrústir og 8 söfn, þannig að einstakt tækifæri gefst á að kynna sér sögu Rómverja á svæðinu. Nánar um ferðina má lesa hér.

 

Great Glen Way 23. – 31. ágúst.
Great Glen Way er 123 km löng gönguleið frá Fort William til Inverness.
Gengið framhjá hæsta fjalli Bretlandseyja (Ben Nevis), fylgt stærsta jarðfræðilega misgengi Bretlands og meðfram frægasta vatni Bretlands (Loch Ness). Gangan endar í Inverness, sem er nyrsta borg Skotlandsog höfuðborg Hálandanna. Mikið af göngunni er meðfram siglingarleiðinni Calendonian Canal, en smíði hennar þykir eitt mesta verkfræðilega afrek Viktoríutímans í Skotlandi. Gönguleiðin er yfirleitt auðveld yfirferðar, eftir göngu- og skógarstígum en það eru þó kaflar á leiðinni sem eru erfiðari og síðasta daginn er gengið 31 km. Nánar um ferðina hér.

Kvennaferð til Costa Brava 15. til 22. september.
5 göngudagar (2-3 skór). Costa Brava eða The Wild Coast eins og hún er oft kölluð er þekkt fyrir fallegar srandlengjur, með fallegum litlum sjávarþorpum og bíður svæðið upp á stórkostlegar gönguleiðir.
Á Costa Brava er m.a. að finna borgina Girona sem er talinn vera falinn fjársjóður Spánar með öllum sínum fallegu byggingum og söfnum. Hér er einnig að finna einu litríkustu borg í heimi, Barcelona og er hún þekkt fyrir að vera einstaklega skemmtileg að heimsækja.
Í þessari ferð okkar munum við blanda saman göngu og menningu. Við gistum á La Costa Beach & Golf Hotel í fjórar nætur, tvær nætur á Almadraba Park Hotel við landamæra Frakklands og eina nótt á Gran Havana í Barcelona. Nánar um ferðina hér.

Til baka