Fréttir

Göngu- og skemmtiferðir Sjúkraliðafélags Íslands

30 mar. 2020

Opnað verður fyrir bókanir í göngu- og skemmtiferðir Sjúkraliðafélags Íslands þann 14. apríl klukkan 13.00. Tekið er við bókunum í síma 553-9493 og 553-9494 eftir klukkan 13.00.

Innanlandsferð Sjúkraliðafélags Íslands á Vestfirði í júlí.
Ferðin er við allra hæfi og þeir sem ekki treysta sér í lengri göngur geta farið með bílunum.
Sameinast verður í bíla í Reykjavík, ekið í Stykkishólm að morgni dags 16. júlí.

Ferðaleiðin er Stykkishólmur, Flatey, Barðaströnd, Rauðisandur, Kollafjarðarheiði, Reykjanes, Ögur, Þorskafjarðarheiði og Brjánslækur en þaðan verður siglt til Stykkishólms. Hámarksfjöldi 19 manns. Ferðin kostar 40.000 krónur.

Nánar um ferðina má lesa á bls. 19 í Orlofsblaðinu.

Innifalið í verði:

 • Akstur til og frá Brjánslæk.
 • Sigling með Baldri.
 • Gisting í Bjarkarholti og Hótel Reykjanesi.

Ekki innifalið: Akstur til og frá Stykkishólmi né aðgangur inn á Ögurballið.

Fararstjóri og ferðaskipuleggjandi: Úlfheiður Kaðlín Ingvarsdóttir sjúkraliði og leiðsögumaður.
Ferðaskipuleggjandi áskilur sér rétt til að breyta gönguleiðum ef veður verður óhagstætt

Haustferð til Granada á Spáni 10. – 17. september

Granada býr yfir einstæðum töfrum auk stórmerkra fornminja.

Hámarksfjöldi í ferðina er 16 manns.
Ferðirnar eru skipulagðar af ferðaskrifstofunni Salamöndru á Spáni í samvinnu við Úlfheiði Kaðlín Ingvarsdóttir sjúkraliða og leiðsögumann.
Reyndir leiðsögumenn frá ferðaskrifstofunni halda dyggilega utan um hópinn.
Gist verður á góðum hótelum í  ferðinni.
Flogið verður í beinu flugi til Malaga í báðum ferðunum með flugfélaginu Neos sem er á vegum Heimsferða.

Ferðin til Granada er niðurgreidd af orlofssjóði og kostar einungis 195.000 krónur á félagsmanna, en 230.000 á utanfélagsmann.

Nánar má lesa um ferðina á bls. 20 í Orlofsblaðinu.

Innifalið í verði:

 • Flug og skattar
 • ferðir til og frá flugvelli
 • gisting í tveggja manna herbergjum með morgunmat
 • nesti, vatn, hádegisverður alla daga nema frídaga
 • aðgangur að Alhambra höllinni með leiðsögn
 • kvöldmatur með Flamenco sýningu í hellinum Sacromonto
 • aðgangur að heilsulind í Lanjaron spa
 • allar ferðir með ferðaskrifstofunni Salamöndru
 • leiðsögn enskumælandi leiðsögumanna og fararstjórn Úlfheiðar Ingvarsdóttur.

 

Til baka