Fréttir

Gönguferð á Spáni 17. til 27. september 2015

4 feb. 2015

gul blóm

Sjúkraliðafélag Íslands býður upp á skemmti- og gönguferð í fjalllendi Axrquia í Andalúsíu, 40 min. akstur frá Malaga á Spáni. Beint flug frá Íslandi til Malaga að morgni 17.september. Ferðir til og frá flugvellinum í Malaga.

 

Gist á hóteli í þorpinu Competa í tveggja manna herbergjum. Morgunverður innifalinn.

 

Fjórar ferðir með spænskri ferðaskrifstofu: Tvær gönguferðir,  jeppaferð í þjóðgarðinn Sierras DE Tejeda og dagsferð til Malaga þar sem farið verður m.a. á Picassosafnið, markað og fleira.

Hádegisverður er innifalinn í ferðunum. Farið frá hótelinu í Competa og enskumælandi leiðsögumaður verður með í öllum ferðum.

 

Nánari upplýsingar veitir Úlfheiður Kaðlín Ingvarsdóttir leiðsögumaður netfang: kadlinheida@gmail.com eða í síma 694 4920.

Til baka