Fréttir

Fjölbreytileiki, völd og samningsstaða á vinnumarkaði

1 nóv. 2019

Félagsmálaskóli alþýðu verður með námskeið 13. nóvember fyrir alla félagsmenn BSRB og ASÍ sem láta sig jafnræði á vinnumarkaði varða.

Farið verður yfir lög um jafna meðferð á vinnumarkaði sem fjalla um bann við mismunun á grundvelli kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar.

Þá verður fjallað um kenningar um völd og valdbeitingu í samfélaginu, á vinnumarkaði og í samningaviðræðum. Loks er fjallað um samningatækni og mismunandi stöðu fólks og hvernig ólíkir hópar geta beitt samningatækni.

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru þær Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Drífa Snæda, forseti ASÍ og Silja Bára Ómarsdóttir, dósent við Háskóla Íslands. Sonja, Drífa og Silja Bára segja frá eigin reynslu og miðla þekkingu á ólíkum sviðum sem tvinnast saman í yfirskriftinni: Fjölbreytileiki, völd og samningsstaða á vinnumarkaði. Hvað getum við lagt af mörkum til að opna samfélagið, veraklýðshreyfinguna og vinnustaðinn svo allir njóti jafnræðis?

Dags. og tími: 13. nóvember, kl. 13:00-16:00
Staður: Guðrúnartún 1, 1. hæð, Bárubúð / Námskeiðið er einnig í boði í fjarfundi (fjarkennsla).
Leiðbeinandi: Sonja Ýr Þorbergsdóttir, Drífa Snædal og Silja Bára Ómarsdóttir
Verð: 19.000,-

Skráning á heimasíðu Félagsmálaskóla alþýðu

Til baka