Félagsmenn SLFÍ samþykkja verkfallsboðun
20 feb. 2020
Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna Sjúkraliðafélagsins samþykkti verkfallsboðun í kosningu sem stóð fram á kvöld í gær. Um 89,4 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu samþykktu boðun verkfalls hjá ríkinu. Um 5,8 prósent voru andvíg boðun verkfalls og 4,7 tóku ekki afstöðu.
Það sama má segja um félagsmenn sem starfa hjá Akureyrarbæ. Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna samþykkti verkfallsboðun eða um um 90,4 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu samþykktu boðun verkfalls. Um 3,1 prósent voru andvíg boðun verkfalls og 6,3 tóku ekki afstöðu.