Evrópudagur fyrir sjúkraliða
26 nóv. 2019
European Council of Practical Nurses (EPN) eru Evrópusamtök sjúkraliða og er Sjúkraliðafélag Íslands eitt af aðildarfélögum þess. Á hverju ári, þann 26. nóvember, halda aðildarfélögin í hverju landi fyrir sig upp á daginn með ýmsum hætti.
Sjúkraliðar gegna lykilhlutverki í heilbrigðisþjónustunni og er næststærsta heilbrigðisstéttin hér á landi. Sjúkraliðar vinna við allar heilbrigðisstofnanir landsins, á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, forvarnar- og endurhæfingarstofnunum, lækna- og rannsóknarstofum og í heimahjúkrun.
Sjúkraliðar hafa haldgóða starfsmenntun og einstakt innsæi. Menntun þeirra gagnast víða í samfélaginu. Í starfið veljast einstaklingar sem láta sig varða um líðan fólks. Þeir hafa hjartað á réttum stað. Starf sjúkraliða er fjölbreytt og gefandi. Það fellst meðal annars í því að veita hjúkrun og endurhæfingu þeim sem ekki geta athafnað sig í daglegu lífi vegna sjúkdóma, öldrunar eða fötlunar.
Rúmlega 3000 sjúkraliðar eru félagsmenn í Sjúkraliðafélagi Ísland og um 2100 eru starfandi við fagið.
Innilega til hamingju með daginn, sjúkraliðar!