Fréttir

Heilbrigðisþing 2021

7 apr. 2021

Málefni aldraðra verða umfjöllunarefni heilbrigðisþings 2021. Gert er ráð fyrir að drög að stefnu um heilbrigðisþjónustu við aldraðra verði kynnt og rædd á þinginu.

Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafa undanfarin ár unnið að greiningu og stefnumótun um heilbrigða öldrun. Þeirri vinnu lauk í desember síðastliðnum þegar sett var fram aðgerðaáætlun á þessu sviði og samþykkt að helga áratuginn 2021 til 2030 þessu viðfangsefni. Skilgreind eru fjögur megin áherslusvið hvað þetta varðar, en það eru:

1) aldursvæn samfélög
2) barátta gegn aldursfordómum
3) samhæfð þjónusta og umönnun
4) endurhæfing, virkni, virðing, tækni og þátttaka við langtímaumönnun.

Til baka