Fréttir

Bjarg íbúðafélag þegar úthlutað 66 íbúðum

8 mar. 2019

Úthlutað hefur verið 15 íbúðum á Móavegi, 18 í Urðarbrunni og 33 á Akranesi og verða fyrstu afhentar 1. júlí næstkomandi. Um 1.300 eru á biðlista eftir íbúð og því mikilvægt að halda áfram uppbyggingu eins hratt og hægt er. Alls eru 223 íbúðir í byggingu hjá félaginu í dag og framkvæmdir við 681 íbúð til viðbótar í undirbúningi.

Undirbúningur fyrir framkvæmdir vegna eftirfarandi verkefna er nú í gangi hjá Bjargi íbúðafélagi:

Hallgerðargata við Kirkjusand í Reykjavík – 64 íbúðir
Leirtjörn í Úlfarársdal í Reykjavík – 66 íbúðir
Bryggjuhverfi í Reykjavík – 100 íbúðir
Vogabyggð á Gelgjutanga í Reykjavík – 60 íbúðir
Hraunbær í Árbænum í Reykjavík – 79 íbúðir
Skerjafjörður í Reykjavík – 80 íbúðir
Guðmannshaga á Akureyri – 32 íbúðir
Sunnan Sandgerðisvegar í Sandgerði – 11 íbúðir
Við Sambyggð í Þorlákshöfn – 13 íbúðir
Í Björk á Selfossi – 26 íbúðir
Hamranes í Hafnarfirði – 150 íbúðir

Félagið áformar að halda áfram uppbyggingu íbúða í samræmi við þörf félagsmanna BSRB og ASÍ, framboð lóða og úthlutun stofnframlaga. Félagið, sem er rekið án hagnaðarmarkmiða, hefur það að markmiði að reisa og leigja út íbúðir á hagstæðu verði til tekjulægstu félagsmanna BSRB og ASÍ.

Áhugasömum er bent á að skoða vef Bjargs íbúðafélags, þar sem hægt er að skrá sig á biðlista eftir íbúð.

Til baka