Fréttir

Betri vinnutími í vaktavinnu

2 okt. 2020

Verkefninu um betri vinnutíma í VAKTAVINNU, sbr. fylgiskjal 2 í kjarasamningum ríkis og Reykjavíkurborgar og fylgiskjal 3 hjá sveitarfélögum, miðar vel áfram.

Fræðsluefni hefur verið sett inn á vefinn www.betri.vinnutími.is og viljum við hvetja ykkur til að fylgjast vel með vefnum á komandi vikum og mánuðum.
Tvö myndbönd hafa nú verið sett inn á vefinn sem er ætlað að fræða bæði starfsfólk og stjórnendur.

Hér fyrir neðan er kynning á betri vinnutíma í VAKTAVINNU:

Hér fyrir neðan er kynning á umbótasamtali – á bæði við dagvinnu og vaktavinnu:

Við hvetjum ykkur eindregið til að kynna ykkur þessi myndbönd sem og fræðsluvefinn betrivinnutimi.is
Einnig er gott að kynna sér þetta skjal með spurningum og svörum um breytingar á vinnutíma annars vegar í dagvinnu og hins vegar í vaktavinnu.

Til baka