Fréttir

Bæta vaktavinnustað í tilraunaverkefni

8 jún. 2018

VEL í Skógarhlíð copy

Velferðarráðuneytið hefur auglýst eftir umsóknum frá vaktavinnustöðum hjá ríkinu um þátttöku í tilraunaverkefni BSRB og ríkisins um styttingu vinnutíma.

Markmið verkefnisins er að kanna hvort stytting vinnuviku leiði til gagnkvæms ávinnings starfsmanna og viðkomandi vinnustaðar. 

Valinn verður einn vaktavinnustaður þar sem vinnustundum verður að jafnaði fækkað úr 40 stundum á viku í 36  án þess að til launaskerðingar komi. Tilraun um styttingu vinnutíma mun standa yfir 9 mánuði, frá 1. september 2018 til 1. júní 2019, á þeim vaktavinnustað er valinn verður til þátttöku.

Umsóknarfrestur er til 22. júní næstkomandi. 

Við mat á umsóknum verða m.a. eftirfarandi viðmið höfð til hliðsjónar:

  • Að stöðugildi á vinnustaðnum séu 20 eða fleiri.
  • Að a.m.k. 30% starfsmanna á vinnustaðnum séu í aðildarfélögum BSRB.
  • Að meirihluti starfsmanna sé í 70 – 100% starfshlutfalli

Nánari upplýsingar má finna í auglýsingu velferðarráðuneytisins.

BSRB hefur lengi barist fyrir styttingu vinnuvikunnar. Lestu meira hér um vinnuna, tilraunaverkefnin tvö sem nú eru í gangi og fleira.  

Til baka