Fréttir

Áskoranir Landspítalans og vannýtt tækifæri

12 sep. 2024

Sjúkra­liðar með diplóma­próf af há­skóla­stigi hafa aukna getu til að sinna fjöl­breytt­ari og flókn­ari verk­efn­um inn­an heil­brigðisþjón­ust­unn­ar.

Land­spít­al­inn, stærsta heil­brigðis­stofn­un Íslands og um leið fjöl­menn­asti vinnustaður lands­ins, glím­ir við al­var­leg­an mönn­un­ar­vanda sem hef­ur víðtæk áhrif á starf­semi spít­al­ans. Skort­ur á starfs­fólki veld­ur auknu álagi á bæði sjúk­linga og starfs­fólk. Þó að sjúkra­liðar séu ómiss­andi í dag­legri umönn­un sjúk­linga, er vinnu­fram­lag þeirra oft van­metið og þeir fá litla at­hygli, eins og kem­ur fram í ný­legri út­tekt Rík­is­end­ur­skoðunar um fjár­mögn­un og áætlana­gerð Land­spít­al­ans.

Mönn­un­ar­vandi og lyk­il­hlut­verk sjúkra­liða

Land­spít­al­inn hef­ur lengi glímt við skort á starfs­fólki, sér­stak­lega lækn­um og þeim sem vinna við hjúkr­un. Í þess­ari stöðu gegna sjúkra­liðar mik­il­vægu hlut­verki þar sem þeir veita grunn­hjúkr­un og eru oft fyrsta teng­ing við sjúk­linga. Þetta hlut­verk þeirra er ekki ein­ung­is mik­il­vægt, held­ur nauðsyn­legt fyr­ir vellíðan og ör­yggi sjúk­linga. Sjúkra­liðar hafa þannig bein áhrif á bata­ferli sjúk­linga. Þeir draga úr van­líðan en einnig úr kostnaði ann­ars staðar í kerf­inu.

Þrátt fyr­ir þetta eru sjúkra­liðar sjald­an nefnd­ir í umræðum um lausn­ir á mönn­un­ar­vanda. Þeir geta létt álagi af hjúkr­un­ar­fræðing­um og lækn­um og bætt þjón­ust­una og þá sér­stak­lega þeir sjúkra­liðar sem hafa lokið diplóma­prófi frá Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri. Þessi hóp­ur hef­ur dýr­mæta þekk­ingu og færni sem enn er al­ger­lega vannýtt á spít­al­an­um.

Færni sjúkra­liða – ónotað tæki­færi

Sjúkra­liðar með diplóma­próf af há­skóla­stigi hafa aukna getu til að sinna fjöl­breytt­ari og flókn­ari verk­efn­um inn­an heil­brigðisþjón­ust­unn­ar. Ef Land­spít­al­inn nýt­ir þessa færni bet­ur get­ur hann bætt þjón­ustu­stig og dregið úr álagi hjá öðrum fag­stétt­um. Þetta get­ur leitt til betri heild­arþjón­ustu og meiri ánægju sjúk­linga. Þessi nálg­un í mannauðsmá­l­um spít­al­ans væri því eitt­hvað sem myndi gagn­ast öll­um.

Það er kom­inn tími til að Land­spít­al­inn viður­kenni sjúkra­liða sem mik­il­væga auðlind. Þeir ættu að fá meiri ábyrgð og vera viður­kennd­ir sem sér­fræðing­ar á sínu sviði, sér­stak­lega þeir sem hafa fram­halds­mennt­un og reynslu af krefj­andi verk­efn­um. Með því að nýta hæfni sjúkra­liða bet­ur má ná fram marg­vís­leg­um ávinn­ingi:

Auk­in gæði: Sjúkra­liðar með fram­halds­mennt­un geta tekið á sig flókn­ari verk­efni, sem bæt­ir gæði umönn­un­ar og eyk­ur ör­yggi.

Létt­ir álagið: Aukið hlut­verk sjúkra­liða ger­ir hjúkr­un­ar­fræðing­um, lækn­um og öðru fag­fólki kleift að ein­beita sér að sér­hæfðari verk­efn­um.

Skil­virkni í mannauðsstjórn­un: Betri nýt­ing sjúkra­liða stuðlar að skil­virk­ari nýt­ingu á mannauði spít­al­ans og get­ur hjálpað til við að fylla í þau skörð sem nú eru til staðar.

Land­spít­al­inn verður að bregðast við og end­ur­skoða nú­ver­andi stefnu um mönn­un og nýt­ingu mannauðs. Þetta fel­ur í sér að þróa nýj­ar stöður, auka ábyrgð sjúkra­liða með diplóma­nám, og veita þeim auk­in tæki­færi til að nýta hæfni sína. Að grípa til aðgerða núna get­ur leitt til veru­legra um­bóta á þjón­ustu spít­al­ans og auk­inn­ar starfs­ánægju.

At­hygl­is­skort­ur Rík­is­end­ur­skoðunar

Það er óá­sætt­an­legt að Rík­is­end­ur­skoðun hafi ekki sér­stak­lega fjallað um sjúkra­liða í ný­legri út­tekt sinni, þrátt fyr­ir mik­il­vægi þeirra inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins. Nán­ast tí­undi hver starfsmaður Land­spít­al­ans er sjúkra­liði enda er um að ræða næst­fjöl­menn­ustu heil­brigðis­stétt lands­ins.

Til að tak­ast á við mönn­un­ar­vanda Land­spít­al­ans og bæta heild­arþjón­ustu er nauðsyn­legt að nýta bet­ur þá þekk­ingu og reynslu sem sjúkra­liðar búa yfir og sér­stak­lega þeirra sem lokið hafa diplóma­námi.

Þessi skort­ur á um­fjöll­un Rík­is­end­ur­skoðunar um sjúkra­liða og ónýtt­um tæki­fær­um sem fel­ast í að auka við hlut þeirra á spít­al­an­um, get­ur bent til þess að ákveðnar starfs­stétt­ir séu van­rækt­ar í stefnu­mörk­un og áætl­un­um um bætta nýt­ingu mannafla á Land­spít­ala. Nú er tími til að viður­kenna sjúkra­liða sem lyk­i­lauðlind fyr­ir skil­virk­ari og mannúðlegri heil­brigðisþjón­ustu. Við verðum að nýta hvert tæki­færi til að efla þessa stétt og styrkja heil­brigðis­kerfið. Þannig verður kerfið betra og ódýr­ara.

Gein Söndru B. Franks var fyrst birt í Morgunblaðinu

Til baka