Ársskýrsla Vesturlandsdeildar 2020-2021

Það má segja að starfsárið 2020 -2021 hafi verið frekar rólegt.  Aðalfundur deildarinnar var haldinn 20 apríl, 2021.  Það er í seinna lagi en vegna Covid þá frestaðist hann.  Fundarstjóri var Aldís Þorbjörnsdóttir. Vegna samkomutakmarkanna var fundurinn haldinn á Zoom sem er fjarfundabúnaður og var þátttaka ágæt.

Stjórn Svæðisdeildar Vesturlands skipa nú Inga Lilja Sigmarsdóttir, formaður, og meðstjórnendur eru þær Thelma Björk Bjarkadóttir, gjaldkeri, Guðrún Drífa Halldórsdóttir, ritari, Inga Birna Aðalbjargardóttir og Fanney Reynisdóttir.

Kjörstjórn
Thelma Björk Bjarkadóttir
Guðrún Drífa Halldórsdóttir

Skoðunarmenn reikninga
Aldís Þorbjörnsdóttir
Bryndís Þóra Gylfadóttir

Það má segja að á síðasta starfsári hafi öll starfsemi legið niðri og voru engir fundir haldnir hjá stjórninni, einungis spjallað í síma.

Félagsstjórnin fundaði mánaðalega í gegnum tölvu sem kom sér vel því í byrjun árs hófst stytting vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki og síðan í mars hjá vaktavinnufólki og margt sem þurfti að fylgjast með og ræða í sambandi við það.

Haldinn var trúnaðarmannaráðsfundur í febrúar í gegnum samskiptaforritið Zomm og gekk það bara mjög vel og í október í félagsaðstöðu SLFÍ.

Fulltrúaþing var haldið rafrænt í maí og þar áttum við tvo fulltrúa, þær Thelmu Björk og Guðrúnu Drífu, ásamt formanni.

Þann 7. október 2021 fór formaður Vesturlandsdeildarinnar og Ragnhildur Bolladóttir verkefnastjóri SLFÍ upp í Fjölbrautarskóla Vesturlands og héldum þar kynningu fyrir sjúkraliðanema.  Þar voru rúmlega 40 nemendur í námi og er alltaf jafn gaman að fara og kynna félagið fyrir framtíðar sjúkraliðum.

Enginn sjúkraliðanemi útskrifaðist hjá okkar deild þetta tímabil.

Þann 26. nóvember ár hvert er Evrópudagur sjúkraliða. Sá dagur er haldinn hátíðlegur í öllum aðildarlöndum EPN – The European Council of Practical Nurses – en Sjúkraliðafélag Íslands er eitt af stoltum aðildarfélögum þess. Þetta árið var Covid að stríða okkur og féll þessi dagur í skugga aðstæðna, en vonandi verður hægt að halda upp á hann með betra móti næst.

Enginn jólahittingur var haldinn þetta árið.

Vesturlandsdeild liggur frá Hvalfjarðarbotni að sunnan að Barðaströnd að norðan. Deildin var stofnuð 4. nóvember 1991 og átti því stórafmæli í nóvember 2021.

Samkvæmt félagaskrá SLFÍ þann 31. desember 2020 voru félagsmenn 142. Ástæðan á fækkun félagsmanna frá því í fyrra skýrist aðallega með því að Hvammstangi fluttist yfir til Norðurlandsdeildar vestri.

Fyrir hönd Vesturlandsdeildar,
Inga Lilja Sigmarsdóttir

Til baka