Ársskýrsla Austurlandsdeildar 2020 – 2021

Kæru sjúkraliðar, þá er komið að lokum fjórða starfsárs þessarar stjórnar. Tíminn hefur flogið áfram.
Stjórnina skipa þær Helga Sveinsdóttir, formaður, Soffía S. Sveinbjörnsdóttir, varaformaður, Ásta G. Einþórsdóttir, gjaldkeri, Brynhildur Sigurðardóttir, ritari og Hafdís P. Pálsdóttir, meðstjórnandi.
Stjórn deildarinnar hefur komið saman sex sinnum á árinu til skrafs og ráðagerða, auk þess að nýta sér tæknina. Félagstjórnarfundir hafa verið haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar í tíu skipti. Efni þessa funda hafa verið um styttingu vinnuvikunnar, fagháskólanámið auk ýmissa annara mála sem komið hafa upp.

Aðalfundur Svæðisdeildar Austurlands var haldinn á Evrópudegi sjúkraliða í gegnum samskiptaforritið Zoom og tókst það, þó ég segi sjálf frá, bara nokkuð vel hjá okkur. Fundarstjóri var Soffía Sigurbjörnsdóttir. Fyrst var farið í venjuleg aðalfundarstörf og það sem fyrir lá á nýju starfsári og að lokum var rætt um styttingu vinnuvikunnar.

Þann 1. janúar 2021 hófst stytting vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki. En hjá HSA starfa 13 sjúkraliðar í dagvinnu víðs vegar um svæðið og þann
1. apríl tók HSA við rekstri hjúkrunarheimilanna Uppsala og Hulduhlíðar af Fjarðabyggð. Vinna við að flytja sjúkraliða á milli frá sveitarfélaginu til ríkisins var unnin af skrifstofunni í Reykjavík.

Þann 1. maí 2021 tók við stytting vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki. Það verkefni er miklu flóknara og erfiðara en hjá dagvinnufólki. Má segja að það hafi ekki tekist jafn vel og að ýmislegt megi laga þar í útfærslunni.

Í lok maí útskrifaði Verkmenntaskóli Austurlands einn sjúkraliða og bjóðum við hann velkominn í okkar hóp. Sumarið var gott hér fyrir austan, sól og blíða dag eftir dag.

Svæðisdeild Austurlands og Austurbrú þurftu þrisvar sinnum að fresta námskeiði um sýkingavarnir, en tókst að lokum þann 12. nóvember. Námskeiðið var kennt af Ólöfu Másdóttur.

Svæðisdeild Austurlands var stofnuð þann 28. janúar 1992 og nær frá Vopnafirði til Djúpavogs. Í dag eru skráðir 85 sjúkraliðar hjá ríki og sveitarfélagi. Að lokum vil ég þakka öllum sjúkraliðum sem hafa lagt fram vinnu í þágu deildarinnar og hafa í huga yfirlýsingu PSÍ (Alþjóðlegu samtaka opinberra starfsmanna)

,,Klappið hefur ekki leitt til þess að laun hafi hækkað eða starfsaðstæður batnað og við þurfum að halda áfram að berjast fyrir því að það verði raunin“.

Frá franska spítalanum á Fáskrúðsfirði

Helga Sveinsdóttir
formaður Austurlandsdeildar

Til baka