Fréttir

Ársskýrsla 2006-2007

23 okt. 2007

Kæru sjúkraliðar, nú er komið að því, að skila ársskýrslunni, mikið líður tíminn hratt.

Ég undirrituð tók við fyrir ári síðan,tók ég við góðu búi

frá henni Hafdísi og hef hana áfram með mér sem

varaformann. Einnig verða þær áfram, Sigríður gjaldkeri, Ásdis ritari, Sigurlaug meðstjórnandi, Hjördís og Þyrí trúnaðarmenn. Allt góðar konur og gott að vinna  með. Það er undirstaða hverrar deildar að hafa virkt fólk, við erum heppin þar.

Árið hjá okkur hefur verið líflegt.

Haldnir margir stjórnarfundir og hinir fjórir hefðbundnu félagsfundir, aðalfundur, jólafundur, febrúarfundur og gróðursetning i sjúkraliðalundi. Á aðalfundinum kom Jón sálfræðingur og hélt fyrirlestur um góða samvinnu, samheldni og góðan móral. Mjög fróðlegt, við erum öll ábyrg. Jólafundirnir eru alltaf góðir, gott að að borða í góðum félagsskap, skemmtiatriði og lítill jólapakki. 19 Febrúar, bolludag, héldu við almennan félagsfund. Sigurrós Úlla hjúkrunarfræðingur kom og hélt fyrirlestur um sykursýki og göngudeild sykursjúkra á Heilbrigðisstofnunni i Vestmannaeyjum. Mjög gagnlegur fyrirlestur í máli og myndum. 5 Júni héldu svo sjúkraliðar í lundinn sinn góða, tóku til, gróðursettu og grilluðum pylsur, hún

Rósa, nú sjúkraliðanemi, er aðal hjálparhellan okkar á þessum degi.

1.Mars komu Kristín og Birna til Eyja og höfðu kynningarfund um sjúkraliðabrúna. Var þetta mjög fróðlegur og líflegur fundur, sjúkraliðar voru mjög ánægðir með skýr og skilmerkileg svör.

Nú á vorönn útskrifaði Fjölbrautarskólin hér 9 sjúkraliða, erum við orðin 39 i deildinni okkar. Ég undirrituð ásamt Sigurlaugu meðstjórnanda vorum viðstaddar og færðum þeim lykil að gefandi framtíð frá SlfÍ, rósir og bókarverðlaun frá Sjúkraliðadeild Vestmannaeyja. Una Ásmundsdottir var með

hæðstu meðaleinkunn og hlaut hún því verðlaunin.

Þetta var mjög hatíðleg stund, glæsilegur hópur og settu þær upp húfur, í fyrsta skipti hér í Eyjum.

Á næsta ári verður Sjúkraliðadeild Vestmannaeyja 30 ára, merk tímamót, enda stendur mikið til. Afmælið sjálft er 2 Febrúar og er ykku öllum boðið.Gaman væri ef að félagsstjórn SLFÍ mætti. Um vorið ætlum við út fyrir landsteinanna í menningar og vísindaferð.Bakaðar hafa verið hundruð kleina, seld handklæði, haldin heilsudagur ofl., allt til að safna i sameiginlegan ferðasjóð.

Í apríl 2008 verða samningar lausir, höfum við Hafdís ákveðið að klára þá og hætta svo. Það er komin tími á nýtt fólk og nýjar áherslur. Því hvet ég ykkur í Vestmannaeyjadeildinni að hugsa nú málin og vera klár, þegar tíminn kemur.

 

 

                               Með sjúkraliðakveðju.

 

Torfhildur Þórarinsdóttir formaður.

Til baka