Fréttir

Viðræður við Samninganefnd ríkisins eru áfram í gangi

16 des. 2019

Vinnuhópur sem hefur það að markmiði að endurskoða vinnutíma vaktavinnumanna hefur aftur hafið störf og á BSRB/SLFÍ fulltrúa í þeim hópi. Niðurstaða úr vinnu vaktavinnuhópsins mun ráða miklu um áframhald kjarasamningaviðræðna við ríkið.

Viðræður munu halda áfram fram að jólum, en að mati samninganefnda er nokkuð ljóst er að ekki mun takast að semja um nýjan kjarasamning við ríkið fyrir áramót. Markmiðið er að ganga frá samningi sem felur í sér bætt launakjör, starfsumhverfi og betri vinnutíma og að nýr kjarasamningur sé bæði til þess fallinn að halda sjúkraliðum í starfi og fjölga í stéttinni.

Sjúkraliðafélagið mun áfram halda félagsmönnum upplýstum um gang viðræðna eins og hægt er, en vegna trúnaðarskyldu sem ríkir á milli samningsaðila er ekki hægt að skýra nákvæmlega frá innihaldi samningaviðræðna meðan á þeim stendur.

Til baka