Fréttir

Trúnaðarmenn hjá SFV munið fundinn í dag

6 maí. 2014

Frá sameiginlegum fundi SLFÍ og SFR 

Trúnaðarmenn á SFV stofnunum eru minntir á fund trúnaðarmanna,  sem haldinn verður á Grensásvegi 16 í dag

 kl. 14:00. Dagskrá fundarins  er undirbúningur að verkfalli sem kemur til framkvæmda á mánudag 12. maí nk. 

Trúnaðarmenn eru beðnir að hafa meðferðis vinnuskýrslur frá hverri deild fyrir sig. 

 

Samninganefnd félaganna fundaði undir stjórn ríkissáttasemjara í deilunni kl. 10 í gærmorgun. 

Farið var sérstaklega yfir stöðu félagsmannanna í starfsréttindum, en það er eitt af baráttumálunum að félagsmenn Sjúkraliðafélagsins og SFR stéttarfélags Í almannaþjónustu

geti gengið að því vísu að réttindi þeirra séu í samræmi við það sem gerist hjá starfsmönnum á  opinbera vinnumarkaðnum.

Einnig var farið yfir launakjör og þá sérstaklega í tengslum við það jafnlaunaátakið sem gert var hjá ríkisstofnunum . Sú framkvæmd kom ekki inn til þeirra sem starfa hjá þessum stofnunum.

Boðað er til næsta fundar kl. 10 í fyrramálið hjá ríkissáttasemjara.  

Til baka