Fréttir

Tilraunaverkefni um nýmæli í öldrunarþjónustu

11 sep. 2018

stjornarradidSvandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á ósk Öldrunarheimila Akureyrar um gerð samnings til að hrinda í framkvæmd nýsköpunar- og þróunarverkefni í öldrunarþjónustu.

Öldrunarheimili Akureyrar hafa unnið að þróun þessa verkefnis um nokkurt skeið. Við undirbúninginn er byggt á reynslu, ábendingum og rannsóknum, sem hafa dregið fram afdráttarlausa þörf fyrir einstaklingsmiðaðar áherslur og sveigjanlegri þjónustu en staðið hefur til boða hingað til. Markmið verkefnisins er að umbreyta og aðlaga þjónustu sem nú er veitt með skammtímadvöl í svokölluðum hvíldarrýmum og bjóða þess í stað upp á fjölbreytta dagþjónustu með þjálfun o.fl. þar sem unnt er að mæta ólíkum þörfum notenda, bæði hvað varðar inntak.

Fjölbreytt og sveigjanleg þjónusta alla daga ársins

Áformað er að breyta notkun tíu hjúkrunarrými sem notuð hafa verið til hvíldarinnlagna en byggja þess í stað upp mun sveigjanlegra þjónustuform sem fleiri geta nýtt sér á hverjum tíma. Áhersla verður lögð á dagþjónustu með opnunartíma fram á kvöld, alla daga vikunnar og einnig um hátíðir. Þá er horft til þess að hægt verði að mæta aðstæðum fólks sem kalla á sólarhringsdvöl, til dæmis vegna tímabundinna veikinda.

 

sjá tilkynningu á vef Stjórnarráðsins

 

Til baka