Fréttir

Tillögur um menntun sjúkraliða

6 mar. 2020

Starfshópur um menntun sjúkraliða hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra skýrslu með tillögum sínum,
Tillögur um menntun og viðbótarmenntun sem leitt geta til fjölgunar útskrifaðra sjúkraliða.
Fjallað var um menntunarmál heilbrigðisstétta á fundi ráðherranefndar um samræmingu mála í ágúst síðastliðnum. Þar voru meðal annars rædd áform um samstarf heilbrigðisráðuneytis og mennta- og menningarmálaráðuneytis á þessu sviði, meðal annars með stofnun starfshóps um menntun sjúkraliða.

Í skýrslu hópsins kemur fram að á síðustu árum hafi 90 – 100 sjúkraliðar brautskráðst ár hvert en áætlað er að um helmingur útskrifaðra sjúkraliða starfi við fagið. „Það er mikil vöntun á sjúkraliðum og það mun síst batna nema gripið verði til ráðstafana. Hér höfum við góðar tillögur að byggja á. Tillögur sem eiga að stuðla að því að fleiri sækist eftir að mennta sig sem sjúkraliðar og eins tillögur sem hafa það markmið að veita starfandi sjúkraliðum aukin tækifæri til starfsþróunar m.a. með markvissu framhaldsnámi.“ Ráðherra mun á næstunni leggja fram minnisblað í ríkisstjórn um tillögur hópsins og næstu skref.

Formaður starfshópsins var Eygló Ingadóttir. Aðrir nendarmenn voru Guðrún Hildur Ragnarsdóttir, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Kristjana Guðbergsdóttir, tilnefnd af Landspítala, Sigurlaug Stefánsdóttir, tilnefnd af Sjúkrahúsinu á Akureyri, Sigríður Zoëga, tilnefnd af Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands og Birna Ólafsdóttir, tilnefnd af Sjúkraliðafélagi Íslands. Starfsmaður hópsins var Brynhildur Magnúsdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu.

Skýrslu starfshópsins má lesa hér.

Til baka