Fréttir

Þjónusta á skrifstofu SLFÍ á tímum COVID-19

23 mar. 2020

Vegna COVID-19 kórónaveirunnar vilja starfsmenn Sjúkraliðafélags Íslands beina þeim tilmælum til félagsmanna að þeir nýti sér rafræna þjónustuþætti
sem finna má á heimasíðu félagsins: http://www.slfi.is/, hringi í síma 553 9493 og 553 9494, og sendi tölvupóst á slfi@slfi.is.

Öllum erindum og fyrirspurnum verður svarað eins fljótt og unnt er á þjónustutíma skrifstofunnar og á símatíma frá kl. 13:00 til 16:00 alla virka daga.

Kjaramál
Hægt er að hafa samband við formann eða framkvæmdastjóra með því að senda tölvupóst á sandra@slfi.is og gunnaro@slfi.is
Einnig er fyrirspurnum svarað í síma 553 9493 og 553 9494

Orlofsmál
Á orlofsvef Sjúkraliðafélagsins  er hægt að skoða og bóka orlofskosti sem eru í boði fyrir félagsmenn.
Fyrirspurnir og ábendingar má senda á netfangið sigga@slfi.is

Mikilvægt er að þeir félagsmenn sem nýta sér orlofshús félagsins gæti sérstaklega vel að þrifum þeirra. Bent er á að engar sértækar aðgerðir eru á þrifum húsanna.
Leigjendur sjálfir verða að tryggja smitvarnir á meðan dvöl stendur auk þess að sjá til þess að allir fletir og yfirborð séu þvegnir með sápu eða hreinlætisefnum og síðan sprittaðir í kjölfarið.

Þeir sem eru í áhættuhóp/sóttkví eða finna til einkenna vegna COVID -19 svo sem hita, hósta, bein- vöðvaverkja eða þreytu er beðnir um að fara ekki í orlofshús félagsins.
Orlofssjóður endurgreiðir félagsmönnum að fullu ef hætt er við dvöl vegna COVID-19 faraldursins.

Námsmat
Formaður fræðslunefndar sér um umsýslu á námsmati sjúkraliða. Félagsmenn eru beðnir um að senda viðurkenningaskjöl um nám og símenntun rafrænt
á netfangið birna@slfi.is fyrirspurnum er svarað í síma 553 9493 og 553 9494

Styrktarsjóður – sjúkradagpeningar
Sótt er um alla styrki sem snúa að heilsufari og forvörnum á heimasíðu Styrktarsjóðs BSRB  á “mínum síðum”.
Mikilvægt er að öll viðeigandi fylgiskjöl séu send með umsókninni. Þegar sótt er um sjúkradagpeninga þurfa eftirfarandi gögn að fylgja:

  1. Vottorð vinnuveitanda
  2. 12 síðustu launaseðlar (hægt að sækja af heimabanka eða hjá atvinnurekanda)
  3. Staðfesting frá RSK um nýtingu persónuafsláttar (þjónustuvefur RSK.IS)
  4. Læknisvottorð sem staðfestir óvinnufærni á því tímabili sem sótt er um sjúkradagpeninga.

Hægt að ná í starfsmenn sjóðsins í síma 525 8380 og með tölvupósti  postur@styrktarsjodur.bsrb.is

Starfsmennta- og Starfsþróunarsjóður
Hægt er að sækja um styrki vegna náms, námskeiðs eða ráðstefnu á heimasíðu félagsins http://www.slfi.is/  “mínar síður”.
Mikilvægt er að viðeigandi fylgiskjöl og reikningar fylgi umsókninni. Fyrirspurnir má senda á netfangið sigga@slfi.is og birna@slfi.is og hringja í síma 553 9493 og 553 9494.

Aðrar áhugaverðar upplýsingar
Leiðbeiningar til stjórnenda vegna COVID-19
Leiðbeiningar til sveitarfélaga vegna COVID-19
Óskað er eftir heilbrigðisstarfsfólki á útkallslista

 

Til baka