Sumarúthlutun orlofskosta

Þriðjudaginn 30. mars verður opnað fyrir rafrænar umsóknir um dvöl í orlofshúsum Sjúkraliðafélagsins tímabilið 8. maí til 10. september.
Umsóknir þurfa að hafa borist fyrir miðnætti 7. apríl og rafræn úthlutun fer fram klukkan 16:00 þann 8. apríl.
Greiðslum fyrir húsin þarf að vera lokið fyrir miðnætti þann 14. apríl. Ef ekki er gengið frá greiðslu og samningi fyrir þann tíma fellur úthlutunin sjálfkrafa niður.

Frá og með 16. apríl til 21. apríl, eiga þeir sem ekki fá úthlutað einir möguleika á að bóka sig á það sem út af stendur eftir úthlutun og einnig á það sem hugsanlega verður skilað inn, fyrstur bókar fær.
Klukkan 16:00 þann 21. apríl verður orlofsvefurinn opinn öllum félagsmönnum til bókunar á það sem er laust samkvæmt reglunni fyrstur bókar fær.

Mikilvægar dagsetningar 2021, varðandi útleigu orlofshúsa og umsóknir félagsmanna:

30. mars
Opnað fyrir umsóknir kl. 13.00

7. apríl
Umsóknarfresti lýkur á miðnætti

8. apríl
Rafræn úthlutun kl. 16.00

14. apríl
Greiðslufrestur til miðnættis

16. apríl
Þeir sem sóttu um úthlutun, en fengu ekki, geta bókað það sem út af stendur.

21. apríl
Opnað fyrir alla kl. 16.00. Fyrstur bókar, fyrstur fær

Til baka