Fréttir

Stjórn Austurlandsdeildar SLFÍ ályktar

13 júl. 2012

alt

Austurlandsdeild Sjúkraliðafélags Íslands mótmælir harðlega boðuðum uppsögnum sjúkraliða á hjúkrunarheimilinu Sundabúð Vopnafirði og þeim breytingum á rekstrarfyrirkomulagi  hjúkrunarheimilisins  sem Heilbrigðisstofnun Austurlands boðar.

Stjórnin skorar á Heilbrigðisstofnun Austurlands, Velferðarráðuneytið og sveitastjórn Vopnafjarðarhrepps  að koma þessum málum í lag sem allra fyrst svo að íbúar á hjúkrunardeild Sundabúðar þurfi ekki enn einu sinni að búa við þau ótryggu búsetuskilyrði sem af þessu hlýst.  Að leggja niður hjúkrunardeildina í Sundabúð,  bjóða einungis upp á heimahjúkrun í byggðarlaginu og flytja aðra burt, er algerlega óásættanlegt.

Stjórn Austurlandsdeildar telur að með þessu sé verið að færa þjónustunstigið mörg ár aftur í tímann.

Til baka