Laus störf

Ein stærsta áskorun sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir er mönnunarvandi í heilbrigðiskerfinu. Sjúkraliðafélag Íslands leggur áherslu á mikilvægi þess að manna þurfi störfin og að sjúkraliðar fái ráðningu í þau störf sem þeir sækjast eftir. Þessi vettvangur er ætlaður sjúkraliðum í atvinnuleit og vinnuveitendum í sjúkraliðaleit. Upplýsingar og fyrirspurnir má senda á netfangið slfi@slfi.is


Sjúkraliði á Lögmannshlíð hjúkrunarheimili, tímabundið
Lögmannshlíð óskar eftir að ráða sjúkraliða. Um er að ræða 60% afleysingarstöðu til eins árs. Unnið er aðra hvora helgi og ýmist morgun- eða kvöldvaktir. Vaktirnar eru mislangar, frá 6,5-8 klst. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í lok ágúst 2020.

Á Öldrunarheimilum Akureyrar fer fram fjölbreytt og áhugaverð starfsemi sem er í stöðugri þróun. Unnið er eftir Eden hugmyndafræðinni með áherslu á sjálfræði, góðan heimilisbrag og lífsgæði íbúanna. Skipulögð fræðsla er fyrir nýtt starfsfólk og góð aðlögun. 

Helstu verkefni eru:

 • Aðstoð við athafnir daglegs lífs s.s. klæðnað, bað og aðrar athafnir.
 • Veita líkamlega, andlega og félagslega aðhlynningu í samráði við hjúkrunarfræðinga.
 • Stuðla að og viðhelda sjálfræði íbúa.
 • Skapa heimilislegt umhverfi sem stuðlar að innihaldsríku lífi og vinnur gegn einmanaleika, vanmáttarkennd og leiða.

Menntunar- og /eða hæfniskröfur:

 • Sjúkraliðamenntun.
 • Reynsla af störfum með öldruðum er skilyrði og þarf að koma fram í umsókn.
 • Við leitum að fólki sem hefur áhuga á að starfa með öldruðum og hefur sýnt lipurð og þekkingu í fyrri störfum.
 • Þekking á Eden hugmyndafræðinni og reynsla í því að vinna eftir henni er kostur. Vilji til að starfa eftir Eden hugmyndafræðinni er skilyrði.
 • Áhersla er lögð á háttvísi, góðvild, gagnkvæma virðingu, stundvísi, góða mætingu og heiðarleika.
 • Umsækjandi þarf að búa yfir  yfir góðri samskiptahæfni, sveigjanleika og vilja til þróunar í starfi.
 • Færni í tölvunotkun er æskileg en vilji til að tileinka sér nýjungar á því sviði er nauðsynlegur (internet, tölvupóstur, word, spjaldtölvur o.fl.).
 • Umsækjandi þarf að geta talað og skrifað íslensku.
 • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
  *Hæfniskröfum er ekki endilega raðað eftir mikilvægi.

Í umsókninni þarf að koma fram greinargott yfirlit yfir menntun og starfsreynslu umsækjanda.

Heimilin eru reyklausir vinnustaðir.

Upplýsingar um Öldrunarheimili Akureyrar má finna á heimasíðu heimilanna www.akureyri.is/oldrunarheimili

Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrar um jafnréttismál og Jafnréttisáætlunar öldrunarheimilanna við ráðningu í störfin.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Sjúkraliðafélags Íslands.
Upplýsingar um kaup og kjör veitir launadeild Akureyrarbæjar í síma 460-1060 á milli kl 11:00 og 15:00 virka daga.
Frekari upplýsingar um starfið gefur Aníta Magnúsdóttir forstöðumaður í Lögmannshlíð anitam@akureyri.is 

Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Akureyrarbæjar: www.akureyri.is

Aðgengi að tölvu og aðstoð við innskráningu umsókna stendur til boða í þjónustuveri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9

Umsóknarfrestur er til og með 9.ágúst 2020


Sumarafleysingar heimahjúkrun – Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar

Leitað er að jákvæðu og drífandi fagfólki  til starfa við heimahjúkrun að Sléttuvegi 3, 7 og 9 í Reykjavík í sumar. Um er að ræða 25-80% stöður.

Vegna eðli starfsins eru sjúkraliðar með hærri laun en almennt í heimahjúkrun.

Við leggjum áherslu á samfellda, einstaklingsmiðaða og sveigjanlega þjónustu sem stuðlar að auknu sjálfstæði og virkri samfélagsþátttöku.

Helstu verkefni:

 • Aðhlynning og hjúkrun.
 • Einstaklingsmiðuð og sveigjanleg aðstoð við athafnir daglegs lífs inn á heimili fólks.
 • Stuðningur til virkni.
 • Þróun og þátttaka í þverfaglegu starfi og faglegri uppbyggingu.
 • Virkt notendasamráð.

Hæfniskröfur:

 • Sjúkraliðamenntun, eða sjúkraliða nemi.
 • Haldgóð starfsreynsla.
 • Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum.
 • Góð íslensku kunnátta skilyrði.
 • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.

Afleysingin er frá júní til lok ágúst, eða eftir nánara samkomulagi. Vaktavinna, dag- og kvöldvaktir og almennt er unnið aðra hverja helgi. Starfshlutfall er samkomulagsatriði.

Upplýsingar gefur Bára Denný Ívarsdóttir forstöðumaður í síma 665 5873, bara.denny.ivarsdottir@reykjavik.is eða Hanna María Karlsdóttir teymisstjóri hjúkrunar í síma 664 7864, hanna.maria.karlsdottir@reykjavik.is


Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis
Umsóknarfrestur: 31.03.2020
Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis auglýsir eftir sjúkraliðum og sjúkraliðanemum til starfa við afleysingar í heimahjúkrun sumarið 2020. Starfshlutfall er eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð:
Hjúkrun einstaklinga í heimahúsi

Hæfniskröfur:
Sjúkraliðamenntun eða sjúkraliðanemi
Sjálfstæð vinnubrögð
Stundvísi
Gilt ökuleyfi
Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragna Lilja Garðarsdóttir í síma 411-1590
og tölvupósti ragna.l.gardarsdottir@reykjavik.is

 


 

 Hrafnista óskar eftir sjúkraliðum. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn að takast á við fjölbreytt og gefandi störf á nýju hjúkrunarheimili við Sléttuveg.
Hjúkrunarheimilið verður tekið í notkun þann 28. febrúar 2020.

Helstu verkefni:

 • Almenn sjúkraliðastörf
 • Leiðbeinandi við umönnun íbúa
 • Aðstoð við endurhæfingu íbúa
 • Teymisvinna

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Starfsleyfi frá Embætti landlæknis
 • Reynsla af starfi með öldruðum er kostur
 • Þekking á RAI mælitækinu er kostur
 • Góð tölvukunnátta
 • Faglegur metnaður
 • Góð samskiptahæfni og jákvæðni

Við bjóðum upp á jákvæðan starfsanda, áhugaverð verkefni og starf sem er í sífelldri þróun.

Hægt er að sækja um starfið hér.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Valgerður K. Guðbjörnsdóttir, í síma 659-9581
eða valgerður.gudbjornsdottir@hrafnista.is.


 Maríuhús óskar eftir sjúkraliða í 100% starf.
Maríuhús er dagþjálfun fyrir 22 einstaklinga með heilabilun, Alzheimer eða skylda sjúkdóma.  Við leggjum áherslu á einstaklingshæfða umönnun og
þjálfun og mætum fólki þar sem það er statt hverju sinni.  Með opnum samskiptum og þverfaglegri samvinnu leggjum við áherslu á vellíðan og gleði í öllum okkar störfum.
Maríuhús er opið frá 8 til 16:30 alla virka daga.  Í vetur er tilraunaverkefni í gangi með styttingu vinnuvikunnar svo að vinnuvikan er 38 stundir.
Starfið sem um ræðir felst í þjálfun og umönnun skjólstæðinga okkar.  Við leggjum áherslu á að þjálfa bæði huga og hönd.  Starfsfólk þarf að vera tilbúið að undirbúa, aðstoða og leiðbeina í hópastarfi, í handverki og almennri samveru.  Einnig er veitt aðstoð við böðun.
Óskað er eftir starfsmanni með sjúkraliðamenntun og reynsla af starfi með fólki með heilabilun er kostur.  Áhugi og færni tengd tónlist, handverki og/eða félagsstarfi er æskileg.  Karlar jafnt sem konur eru hvött til að skoða starfið nánar. Íslenskukunnátta er skilyrði.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sjúkraliðafélags Íslands.
Nánari upplýsingar veitir Halldóra Þórdís Friðjónsdóttir, forstöðumaður í síma 534 7100

Óskað er eftir  metnaðarfullum  sjúkraliðum til starfa á nýtt 40 rýma hjúkrunarheimili
að Safnatröð 1, Seltjarnarnesi.   Í boði eru 8 tíma vaktir, morgun, kvöld og helgar.
Byrjað var að taka á móti fyrstu íbúum 20. mars 2019.

Upplýsingar gefur Svanlaug Guðnadóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar s. 864-4184 og
Kristín Sigurþórsdóttir, mannauðsstjóri s. 560-4107.
Sótt er um á heimasíðu Sunnuhlíðar hjúkrunarheimilis: sunnuhlid.is

Vinsamlegast setjið Nes– fyrir framan starfið sem sótt er um. 

 

 

 

 

 

Til baka