Laus störf

Ein stærsta áskorun sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir er mönnunarvandi í heilbrigðiskerfinu. Sjúkraliðafélag Íslands leggur áherslu á mikilvægi þess að manna þurfi störfin og að sjúkraliðar fái ráðningu í þau störf sem þeir sækjast eftir. Þessi vettvangur er ætlaður sjúkraliðum í atvinnuleit og vinnuveitendum í sjúkraliðaleit. Upplýsingar og fyrirspurnir má senda á netfangið slfi@slfi.is11. júní 2019  – Læknastöðin Glæsibæ óskar eftir sjúkraliða til starfa. Starfshlutfall er 60%-70% í dagvinnu.

Helstu verkefni:
– Aðstoð við lækna
– Umsjón með stofum lækna
– Heyrnamælingar
– Þrif og sótthreinsun áhalda
– Innkaup á rekstrar- og hjúkrunarvörum

Hæfniskröfur:
– Íslenskt sjúkraliðaleyfi
– Haldgóð starfsreynsla
– Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
– Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar

Upplýsingar um starfið veitir Úlfar Þórðarson framkvæmdastjóri í síma 660 7071. Umsóknir sendist á póstfangið ulfar@laeknastodin.is. Umsóknarfrestur er til 30. júní.


Óskað er eftir  metnaðarfullum  sjúkraliðum til starfa á nýtt 40 rýma hjúkrunarheimili
að Safnatröð 1, Seltjarnarnesi.   Í boði eru 8 tíma vaktir, morgun, kvöld og helgar.
Byrjað var að taka á móti fyrstu íbúum 20. mars 2019.

Upplýsingar gefur Svanlaug Guðnadóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar s. 864-4184 og
Kristín Sigurþórsdóttir, mannauðsstjóri s. 560-4107.
Sótt er um á heimasíðu Sunnuhlíðar hjúkrunarheimilis: sunnuhlid.is

Vinsamlegast setjið Nes– fyrir framan starfið sem sótt er um.

 

Hrafnista Ísafold í Garðabæ, óskar eftir sjúkraliða í stöðu verkstjóra. Starfshlutfall er 80%-100%.
Um er að ræða fjölbreytt starf sem krefst sjálfstæðra vinnubragða, frumkvæðis og framúrskrandi samskiptahæfni.

Helstu verkefni

 • Almenn sjúkraliðastörf
 • Verkstjórn deildar
 • Innkaup á hjúkrunarvörum
 • Teymisvinna

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Starfsleyfi frá Embætti landlæknis
 • Reynsla af starfi með öldruðum er kostur
 • Þekking á RAI mælitækinu er kostur
 • Góð tölvukunnátta
 • Faglegur metnaður
 • Góð samskiptahæfni og jákvæðni
 • Við bjóðum upp á jákvæðan starfsanda, áhugaverð verkefni og starf sem er í sífelldri þróun.
  Nánari upplýsingar eru veittar hjá FAST Ráðningum í síma 552-1606, einnig hjá lind@fastradningar.is 

 

 

 

 

 

Til baka