Laus störf

Í sérlögum um sjúkraliða frá 1984 sem veittu sjúkraliðum lögverndað starfsheiti var skýrt ákvæði um forgangsrétt þeirra til sérhæfðra starfa í samræmi við kröfur um menntun stéttarinnar. Forgangsrétturinn var undirstrikaður enn skýrar í reglugerð um menntun, réttindi og skyldur sjúkraliða sem sett var árið 2013 í krafti laga sem leystu eldri sérlögin af hólmi. Þar er með skýrum orðum lagt fyrir stjórnendur heilbrigðisstofnana að þeim sé „óheimilt að ráða aðra en sjúkraliða til sérhæfðra umönnunar- og hjúkrunarstarfa nema áður hafi verið auglýst eftir sjúkraliðum.“

Ein stærsta áskorun sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir er mönnunarvandi í heilbrigðiskerfinu. Sjúkraliðafélag Íslands leggur áherslu á mikilvægi þess að manna þurfi störfin og að sjúkraliðar fái ráðningu í þau störf sem þeir sækjast eftir. Þessi vettvangur er ætlaður sjúkraliðum í atvinnuleit og vinnuveitendum í sjúkraliðaleit. Upplýsingar og fyrirspurnir má senda á netfangið slfi@slfi.is


 

 

Til baka