Laus störf

Ein stærsta áskorun sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir er mönnunarvandi í heilbrigðiskerfinu. Sjúkraliðafélag Íslands leggur áherslu á mikilvægi þess að manna þurfi störfin og að sjúkraliðar fái ráðningu í þau störf sem þeir sækjast eftir. Þessi vettvangur er ætlaður sjúkraliðum í atvinnuleit og vinnuveitendum í sjúkraliðaleit. Upplýsingar og fyrirspurnir má senda á netfangið slfi@slfi.is


Sumarstörf á HSU Hornafirði

Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Hornafirði óskar eftir að ráða sjúkraliða til starfa á hjúkrunardeildinni Skjólgarði. Um er að ræða sumarafleysingar þar sem unnið er aðra hvora helgi, ýmist morgun- eða kvöldvaktir, mislangar vaktir. Viðkomandi þarf að geta hafið störf eða samkvæmt samkomulagi.

Á Skjólgarði fer fram fjölbreytt og áhugaverð starfsemi sem er í stöðugri þróun. Gildi stofnunarinnar: Alúð – Öryggi – Þekking. Á Skjólgarði er lögð áherslu á sjálfræði, góðan heimilisbrag og lífsgæði íbúanna. Skipulögð fræðsla er fyrir nýtt starfsfólk og góð aðlögun. Spennandi og skemmtilegur vinnustaður.

Helstu verkefni:
· Aðstoð við athafnir daglegs lífs s.s. klæðnað, bað og aðrar athafnir.

Menntunar- og /eða hæfniskröfur:*
• Sjúkraliðamenntun.
• Reynsla af störfum með öldruðum er æskileg og þarf að koma fram í umsókn.
• Við leitum að fólki sem hefur áhuga á að starfa með öldruðum og hefur sýnt lipurð og þekkingu í fyrri störfum.
• Vilji til að starfa eftir gildum og hugmyndafræði stofnunarinnar er skilyrði.
• Áhersla er lögð á háttvísi, góðvild, gagnkvæma virðingu, stundvísi, góða mætingu og heiðarleika.
• Umsækjandi þarf að búa yfir góðri samskiptahæfni, sveigjanleika og vilja til að sýna náunganum góðvild.
• Færni í tölvunotkun er æskileg.
• Umsækjandi þarf að geta talað og skrifað íslensku.
• Gerð er krafa um vammleysi umsækjanda, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
*Hæfniskröfum er ekki endilega raðað eftir mikilvægi.
Þetta er reyklaus vinnustaður.-

Í umsókninni þarf að koma fram greinargott yfirlit yfir menntun og starfsreynslu umsækjanda.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Sjúkraliðafélags Íslands.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Helena Bragadóttir hjúkrunarstjóri í netfanginu: helenab@hornafjordur.is

Tekið er á móti umsóknum á netföngin;
helenab@hornafjordur.is og gudrundadda@hornafjordur.is

Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2019


Sumarafleysingar heimahjúkrun – Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar leitar að jákvæðu og drífandi fagfólki til starfa við heimahjúkrun að Sléttuvegi 3, 7, og 9 í Reykjavík.
Afleysingin er frá maí til lok ágúst, eða eftir nánara samkomulagi. Vaktavinna, dag- og kvöldvaktir og almennt er unnið aðra hverja helgi. Starfshlutfall er samkomulagsatriði.

Vegna eðli starfsins eru sjúkraliðar með hærri laun en almennt í heimahjúkrun.

Umsóknarfrestur er til 31. mars 2019. Sótt er um á reykjavik.is.
Upplýsingar gefur Bára Denný Ívarsdóttir, forstöðumaður í síma 665 5873,
bara.denny.ivarsdottir@reykjavik.is


Hrafnista Ísafold í Garðabæ, óskar eftir sjúkraliða í stöðu verkstjóra. Starfshlutfall er 80%-100%.
Um er að ræða fjölbreytt starf sem krefst sjálfstæðra vinnubragða, frumkvæðis og framúrskrandi samskiptahæfni.

Helstu verkefni

 • Almenn sjúkraliðastörf
 • Verkstjórn deildar
 • Innkaup á hjúkrunarvörum
 • Teymisvinna

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Starfsleyfi frá Embætti landlæknis
 • Reynsla af starfi með öldruðum er kostur
 • Þekking á RAI mælitækinu er kostur
 • Góð tölvukunnátta
 • Faglegur metnaður
 • Góð samskiptahæfni og jákvæðni
 • Við bjóðum upp á jákvæðan starfsanda, áhugaverð verkefni og starf sem er í sífelldri þróun.
  Nánari upplýsingar eru veittar hjá FAST Ráðningum í síma 552-1606, einnig hjá lind@fastradningar.is
Heimahjúkrun Reykjavík

Heimahjúkrun í Reykjavík leitar að sjúkraliðum og sjúkraliðanemum til afleysinga við heimahjúkrun sumarið 2019.
Fullt starf og/eða hlutastarf kemur til greina. Opið er fyrir umsóknir til 30. apríl.

Heimahjúkrun er veitt frá:
Efstaleiti 1 – Miðbyggð
Hraunbæ 119 – Efribyggð
Lindargötu 59 – Vesturbyggð

Hægt er að sækja um starfið á vef Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is Laus störf


Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Ísafirði

Sjúkraliði – sumarafleysing á legudeild

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar að ráða sjúkraliða til sumarafleysinga á hand- og lyflækningadeild í vaktavinnu.
Um er að ræða 80-100% stöðu frá 1. júní 2019, eða eftir nánara samkomulagi.

Menntunarkröfur eru sjúkraliðaleyfi.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra við SLFÍ og stofnanasamningi.
Nánari upplýsingar veitir Rannveig Björnsdóttir, deildarstjóri, í s: 450 4500 og á rannveig@hvest.is.
Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2019.

Vinsamlegast sendið umsóknir á rannveig@hvest.is eða til Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, b.t. Rannveigar Björnsdóttur, Torfnesi, 400 Ísafirði.

Umsóknareyðublað er að finna á vefnum www.hvest.is undir viðkomandi starfsauglýsingu.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið ákveðin.

Til baka