Laus störf

Ein stærsta áskorun sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir er mönnunarvandi í heilbrigðiskerfinu. Sjúkraliðafélag Íslands leggur áherslu á mikilvægi þess að manna þurfi störfin og að sjúkraliðar fái ráðningu í þau störf sem þeir sækjast eftir. Þessi vettvangur er ætlaður sjúkraliðum í atvinnuleit og vinnuveitendum í sjúkraliðaleit. Upplýsingar og fyrirspurnir má senda á netfangið slfi@slfi.is


Heimahjúkrun Reykjavíkur – Sléttuvegur

Við leitum að reynslumiklum sjúkraliða eða sjúkraliða með sérnám í faglega krefjandi og spennandi vinnu. Við bjóðum góð laun og hjá okkur ríkir góður starfsandi.
Starfsemin tilheyrir Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis og er samþætt þjónusta heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu. Markmið þjónustunnar er að auka sjálfstæði fatlaðs fólks. Óskað er eftir sjúkraliða  í 80-100% vaktavinnustarf eða dagvinnustarf. Ef óskað er eftir minni stöðu má skoða það. Staðan er laus frá 1 júní 2019 eða eftir nánara samkomulagi.

Helstu verkefni:

 • Aðhlynning og hjúkrun í samþættri þjónustu.
 • Einstaklingsmiðuð og sveigjanleg aðstoð við athafnir daglegs lífs inn á heimili fólks.
 • Stuðningur til virkni.
 • Virkt notendasamráð.

Hæfniskröfur:

 • Sjúkraliðamenntun, íslenskt starfsleyfi.
 • Haldgóð starfsreynsla.
 • Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum.
 • Áhugi á þróun og uppbyggingu faglegs starfs.
 • Góð íslensku kunnátta skilyrði.
 • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.

Upplýsingar gefur Bára Denný Ívarsdóttir forstöðumaður í síma 665 5873.
Netfang: bara.denny.ivarsdottir@reykjavik.is eða Lára María Valgerðardóttir teymisstjóri í síma 664 7864, netfang: lara.maria.valgerdardottir@reykjavik.is

Umsóknarfrestur er til 16. maí 2019 og sótt er um rafrænt á reykjavik.is.

 


Hrafnista Ísafold í Garðabæ, óskar eftir sjúkraliða í stöðu verkstjóra. Starfshlutfall er 80%-100%.
Um er að ræða fjölbreytt starf sem krefst sjálfstæðra vinnubragða, frumkvæðis og framúrskrandi samskiptahæfni.

Helstu verkefni

 • Almenn sjúkraliðastörf
 • Verkstjórn deildar
 • Innkaup á hjúkrunarvörum
 • Teymisvinna

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Starfsleyfi frá Embætti landlæknis
 • Reynsla af starfi með öldruðum er kostur
 • Þekking á RAI mælitækinu er kostur
 • Góð tölvukunnátta
 • Faglegur metnaður
 • Góð samskiptahæfni og jákvæðni
 • Við bjóðum upp á jákvæðan starfsanda, áhugaverð verkefni og starf sem er í sífelldri þróun.
  Nánari upplýsingar eru veittar hjá FAST Ráðningum í síma 552-1606, einnig hjá lind@fastradningar.is 

Heimahjúkrun Reykjavík

Heimahjúkrun í Reykjavík leitar að sjúkraliðum og sjúkraliðanemum til afleysinga við heimahjúkrun sumarið 2019.
Fullt starf og/eða hlutastarf kemur til greina. Opið er fyrir umsóknir til 30. apríl.

Heimahjúkrun er veitt frá:
Efstaleiti 1 – Miðbyggð
Hraunbæ 119 – Efribyggð
Lindargötu 59 – Vesturbyggð

Hægt er að sækja um starfið á vef Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is Laus störf


 

Til baka