Laus störf

Ein stærsta áskorun sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir er mönnunarvandi í heilbrigðiskerfinu. Sjúkraliðafélag Íslands leggur áherslu á mikilvægi þess að manna þurfi störfin og að sjúkraliðar fái ráðningu í þau störf sem þeir sækjast eftir. Þessi vettvangur er ætlaður sjúkraliðum í atvinnuleit og vinnuveitendum í sjúkraliðaleit. Upplýsingar og fyrirspurnir má senda á netfangið slfi@slfi.is


 Maríuhús óskar eftir sjúkraliða í 100% starf.
Maríuhús er dagþjálfun fyrir 22 einstaklinga með heilabilun, Alzheimer eða skylda sjúkdóma.  Við leggjum áherslu á einstaklingshæfða umönnun og
þjálfun og mætum fólki þar sem það er statt hverju sinni.  Með opnum samskiptum og þverfaglegri samvinnu leggjum við áherslu á vellíðan og gleði í öllum okkar störfum.
Maríuhús er opið frá 8 til 16:30 alla virka daga.  Í vetur er tilraunaverkefni í gangi með styttingu vinnuvikunnar svo að vinnuvikan er 38 stundir.
Starfið sem um ræðir felst í þjálfun og umönnun skjólstæðinga okkar.  Við leggjum áherslu á að þjálfa bæði huga og hönd.  Starfsfólk þarf að vera tilbúið að undirbúa, aðstoða og leiðbeina í hópastarfi, í handverki og almennri samveru.  Einnig er veitt aðstoð við böðun.
Óskað er eftir starfsmanni með sjúkraliðamenntun og reynsla af starfi með fólki með heilabilun er kostur.  Áhugi og færni tengd tónlist, handverki og/eða félagsstarfi er æskileg.  Karlar jafnt sem konur eru hvött til að skoða starfið nánar. Íslenskukunnátta er skilyrði.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sjúkraliðafélags Íslands.
Nánari upplýsingar veitir Halldóra Þórdís Friðjónsdóttir, forstöðumaður í síma 534 7100

Óskað er eftir  metnaðarfullum  sjúkraliðum til starfa á nýtt 40 rýma hjúkrunarheimili
að Safnatröð 1, Seltjarnarnesi.   Í boði eru 8 tíma vaktir, morgun, kvöld og helgar.
Byrjað var að taka á móti fyrstu íbúum 20. mars 2019.

Upplýsingar gefur Svanlaug Guðnadóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar s. 864-4184 og
Kristín Sigurþórsdóttir, mannauðsstjóri s. 560-4107.
Sótt er um á heimasíðu Sunnuhlíðar hjúkrunarheimilis: sunnuhlid.is

Vinsamlegast setjið Nes– fyrir framan starfið sem sótt er um.


Hrafnista Ísafold í Garðabæ, óskar eftir sjúkraliða í stöðu verkstjóra. Starfshlutfall er 80%-100%.
Um er að ræða fjölbreytt starf sem krefst sjálfstæðra vinnubragða, frumkvæðis og framúrskrandi samskiptahæfni.

Helstu verkefni

 • Almenn sjúkraliðastörf
 • Verkstjórn deildar
 • Innkaup á hjúkrunarvörum
 • Teymisvinna

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Starfsleyfi frá Embætti landlæknis
 • Reynsla af starfi með öldruðum er kostur
 • Þekking á RAI mælitækinu er kostur
 • Góð tölvukunnátta
 • Faglegur metnaður
 • Góð samskiptahæfni og jákvæðni
 • Við bjóðum upp á jákvæðan starfsanda, áhugaverð verkefni og starf sem er í sífelldri þróun.
  Nánari upplýsingar eru veittar hjá FAST Ráðningum í síma 552-1606, einnig hjá lind@fastradningar.is 

 

 

 

 

 

Til baka