Fréttir

Skipulagsskrá fræðslusjóðs

30 nóv. 1999


Skipulagsskrá

fyrir

Fræðslusjóðinn Framför

 

1. gr. Sjálfstæði sjóðsins og reikningshald

Sjóðurinn er eign Sjúkraliðafélags Íslands, en hefur sjálfstætt reikningshald og er undaþeginn öllum fjárskuldbindingum félagsins.

 

2. gr. Heiti sjóðsins og stofnun

Samþykkt var á aðalfundi félagsins 2. apríl 1990, að leggja niður Styrktarsjóð aldraðra sem stofnaður var á 10 ára afmæli Sjúkraliðafélags Íslands og nýr sjóður  stofnaður  Fræðslusjóðurinn Framför. Á fundi fulltrúaráðs félagsins 11. maí 1999 var ákveðið að leggja niður Styrktarsjóð Sjúkraliðafélags Íslands og sameina hann Fræðslusjóðnum Framför.

 

3. gr. Stjórn sjóðsins annast

Sjóðsstjórn er skipuð framkvæmdastjórn Sjúkraliðafélags Íslands, eins og hún er hverju sinni. Stjórn sjóðsins, annast sjóðinn og úthlutun styrkja úr honum samkvæmt reglum sem hún setur sjóðnum.

 

4. gr. Fjármögnun sjóðsins

Sjóðurinn skal fjármagnaður með föstu framlagi úr félagssjóði sem nemur 1% af innheimtum félagsgjöldum hvers árs, auk fjármuna sem aflað er til styrktar sjóðnum, með sérstakri fjáröflun félagsins og einstakra félagsdeilda.

 

5. gr. Tilgangur sjóðsins

Tilgangur sjóðsins er, að stuðla að hverskonar fræðslu og framgangi sjúkraliða m.a. með því að styrkja  þá til þátttöku í námskeiðum og ráðstefnum, sem ekki eru styrkt af öðrum styrktarsjóðum sem sjúkraliðar eiga aðild að. Sjóðurinn veitir ekki sjóðfélögum aðstoð vegna náms eða námskeiða hafi sjóðfélagi  fullnýtt sér áunnin rétt annarra sjóða á sömu forsendum.

Stjórn sjóðsins er þó heimilt að víkja frá settum reglum og  styrkja einstaklinga og/eða deildir innan félagsins til að vinna að sérstökum verkefnum eða veita styrki vegna sérstakra aðstæðna sjóðfélaga.

 

6. gr.  Takmörkun á úthlutun úr sjóðnum

Aldrei má úthluta meiru en sem nemur 2/3 af eignum sjóðsins og skal 1/3 hluti hans ætíð standa sem höfuðstóll.

 

7. gr. Reikningsár sjóðsins

 Reikningsár sjóðsins miðast við 1. janúar.

 

8. gr. Endurskoðun

Ársreikningur sjóðsins skal endurskoðaður af endurskoðendum félagsins og lagður fram til samþykktar á fulltrúaþingi Sjúkraliðafélags Íslands.

           

9. gr. Breytingar á skipulagsskrá sjóðsins

Ef óskað er breytinga á skipulagsskrá Fræðslusjóðsins Framför, ber sjóðsstjórn að gera um það tillögur, sem lagðar skulu fyrir fulltrúaþing Sjúkraliðafélags Íslands til samþykktar eða höfnunar.

 

10. gr. Samþykktir fulltrúaþings

Skipulagsskrá Fræðslusjóðsins Framför eins og hún var samþykkt á fulltrúaþingi Sjúkraliðafélags Íslands 8. maí 1992 og breytt  á þingi félagsins 11. maí 1999 og 14. maí 2003 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Til baka