Fréttir

Sjúkraliða vantar til kynningar á faginu

27 feb. 2019

SLFI verður á Minni framtíð í Laugardalshöllinni dagana 14. – 16. mars. Á þessa sameiginlegu kynning framhaldsskólanna koma 7000 nemendur 9.og 10. bekkja af öllu landinu til þess að kynna sér iðn- og verkgreinar.

Sjúkraliðafélagið verður með kynningarfulltrúa sem veita munu upplýsingar um námið og sjúkraliðastarfið. Við óskum eftir ungum sjúkraliðum og sérstaklega karlmönnum til að kynna námið og fagið.

Boðið er upp á ýmsa viðburði, kynningar og ekki síst að prófa, fikta og snerta. Á hverri vakt eru 4 sjúkraliðar sem taka blóðþrýsting, mæla súrefnismettun og hita- og púlsmæla. Hver og einn þarf ekki að vera nema 4 tíma. Við erum komin með marga reynslubolta sem vilja taka þátt, en okkur vantar unga sjúkraliða og karlmenn í hópinn

Þið sem hafið áhuga á að vera með í þessu skemmtilega verkefni, hafið samband við Jakobínu R. Daníelsdóttur á netfangið: jrd@mi.is

 

Til baka