Fréttir

Samkomulag SLFÍ og SFV um breytingu á kjarasamningi aðila

5 júl. 2018

 

merki felagsins

Þann 5. júlí 2018 undirrituðu SLFÍ og SFV samkomulag aðila um útfærslu launaþróunartryggingar samkvæmt rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins. 

Vinnuveitendur stefna að því að greiða út launaþróunartrygginguna um næstu mánaðamót.

Í samkomulaginu, undirrituðu þann 21. desember sl.,  segir að hækkun til aðildarfélaga BSRB vegna launaþróunartryggingar nemi 1,3% og hafa aðilar orðið sammála um að sú hækkun verði nýtt til hækkunar á launatöflu skv. gr. 1.1.1. og skal sú hækkun taka gildi frá og með 1. janúar 2017.

SLFÍ áskilur sér rétt til að krefjast leiðréttingar á þeirri greiðslu þegar niðurstaða fyrirhugaðs dómsmáls fyrir Félagsdómi gegn íslenska ríkinu/fjármálaráðuneytinu liggur fyrir þ.s. félagið telur reikniforsendur ráðuneytisins og útfærslu leiðréttingarinnar ranga. Hækkun/leiðrétting SFV byggir á forsendum ríkisins. Gögn varðandi málið hafa verið send á og kynnt fyrir stjórnendum SFV. Forsvarsfólk Sjúkraliðafélags Íslands telur að leiðréttingin eigið að vera 2,5%, en ekki 1,3% og hefur stutt það með gögnum m.a. frá Hagstofu Íslands.

Með hliðsjón af ofangreindum fyrirvara SLFÍ telja SFV rétt að taka fram að frekari leiðrétting greiðslna af hálfu aðildarfélaga SFV er einnig háð því að viðbótarfjármagn berist frá ríkinu.

Til baka