Reglur Orlofsheimilasjóðs Sjúkraliðafélags Íslands

1. gr. Heiti sjóðsins og markmið
Sjóðurinn heitir Orlofsheimilasjóður Sjúkraliðafélags Ísland.

Orlofsheimilasjóður ber ábyrgð á rekstri og uppbyggingu orlofseigna félagsins auk framboðs á öðrum orlofsmöguleikum.

2. gr. Stjórn sjóðsins
Orlofsheimilasjóður er eign Sjúkraliðafélags Íslands og fer stjórn félagsins með stjórn hans.

3. gr. Tekjur sjóðsins
Sjóðurinn er fjármagnaður með iðgjöldum sem launagreiðandi greiðir til sjóðsins vegna hlutaðeigandi starfsmanna samkvæmt ákvæðum í kjarasamningum hverju sinni. Sjóðurinn skal ávaxtaður á þann hátt sem sjóðsstjórn telur öruggast og hagkvæmasta á hverjum tíma.

4. gr. Umsýsla
Stjórn sjóðsins er heimilt að semja við aðra aðila um að sjá um daglega umsýslu hans, þar á meðal bókhald.

5. gr. Reikningar sjóðsins
Orlofsheimilasjóður hefur sérstakt reikningshald og er undanþegin fjárskuldbindingum félagsins. Ársreikningur sjóðsins skal endurskoðaður og lagður fram til samþykktar á fulltrúaþingi félagsins. Reikningsár sjóðsins er almanaksárið.

6. gr. Breyting á reglum sjóðsins
Reglum Orlofsheimilasjóðs má aðeins breyta á fulltrúaþingi félagsins, og skulu gilda sömu reglur um breytingu þeirra og á lögum félagsins.

Reglur Orlofsheimilasjóðs lagðar fram til samþykktar á fulltrúaþingi
Fulltrúaþing 18. maí 2021 og samþykktar þannig breyttar.

Til baka