Fréttir

Evrópusamband sjúkraliða (The European Council of Practical Nurses) verður með ráðstefnu þann 31. maí 2016

6 maí. 2016

 unnamed

Í tilefni af ráðstefnu evrópusambands sjúkraliða sem haldin verður í Reykjavík, þriðjudaginn 31.maí kl.9.00 á Grand hótel, bjóðum við alla sjúkraliða velkomna. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár verður tileinkuð umfjöllun um sjálfboðaliðastörf í heilbrigðisþjónustu.

Fjallað verður um framtíðarsýn þjónustunnar ásamt einkarekstri og ríkisrekstri.

Sjúkraliðar eru hvattir til að mæta og hlýða á áhugaverð erindi. Þeir sem sjá sér fært að mæta, skrái sig til þátttöku með því að senda félaginu tölvupóst á birna@slfi.is og sigurlaug@slfi.is  Eins er velkomið að skrá sig símleiðis í s.553-9494.

Ferðakostnaður fyrir sjúkraliða á landsbyggðinni:

Ákveðið hefur verið að styrkja sjúkraliða til þátttöku á ráðstefnunni, að upphæð 10.000 kr fyrir 250 – 400 km. akstur og 15.000 kr fyrir akstur umfram 400 km á bifreið. Fyrir flugfargjöld er greitt allt að 15.000 

Sjá dagskrá

Til baka