Réttur til orlofs

  • Orlof er skemmst 192 klukkustundir eða 24 dagar fyrir fullt starf eða 10,17% af tímakaupi.
  • Við 30 ára aldur lengist orlofið um 24 klukkustundir, þ.e. í 27 daga eða 11,59% af tímakaupi.
  • Við 38 ára aldur lengist orlofið um 24 klukkustundir, þ.e. í 30 daga eða 13,04% af tímakaupi.
  • Orlof lengist nái starfsmaður tilsettum aldri á almanaksári orlofstímabilsins, þ.e. fyrir áramót orlofstímabilsins, þ.e. fyrir áramót orlofstökuársins.

Nánar má lesa um orlofsrétt hér.

Talning orlofsdaga:

  • Starfsmaður sem unnið hefur hluta úr fullu starfi eða hluta úr ári skal fá orlof 16, 18 (við 30 ára aldur) eða 20 (við 38 ára aldur) vinnuskyldustundir fyrir fullt mánaðarstarf og hlutfallslega skemmra leyfi fyrir hluta úr mánuði eða hluta starf.
  • Við talningu orlofsdaga dagvinnumanns skal aðeins telja rúmhelga daga (virka daga) vikunnar.
  • Orlof ávinnst ekki í launalausu leyfi.
  • Orlof starfsmanns í hlutastarfi skal reikna til launa sem hlutfall af fullu orlofi. Orlofsdögum fækkar ekki.
  • Launþegi á rétt á að minnsta kosti 160 klukkustunda samfelldu orlofi eða 20 daga orlofi á sumarorlofstímanum, og allt að fullu orlofi verði því viðkomið. Samkvæmt kjarasamningi félagsins við Launanefnd sveitarfélaganna á starfsmaður rétt á a.m.k. 192 klukkustundum á sumarorlofstímanum

Til baka