Fréttir

Öryrkjabandalag Íslands stendur fyrir opnu málþingi um greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu á Hilton Reykjavík Nordica þriðjudaginn 26. apríl kl. 13 til 16.

22 apr. 2016

mynd frasludagur

Kostnaður almennings vegna heilbrigðisþjónustu hefur aukist umtalsvert á undanförnum árum og er mörgum þungur baggi. Við hvað á hámarkskostnaður sjúklinga að miðast? Hvaða kostnaður á að falla undir greiðsluþátttöku sjúklinga? Hversu mörg eiga greiðsluþátttökukerfin að vera?

Á málþingi um greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu verða kynntar áherslur Öryrkjabandalags Íslands sem hafa verið settar fram í skýrsluformi og fjallað verður um frumvarp heilbrigðisráðherra um nýtt greiðslukerfi vegna heilbrigðisþjónustu sem lagt var fram á dögunum.

 

Sjá nánar

Til baka