Fréttir

Ný lög um jafna meðferð á vinnumarkaði

13 jún. 2018

 
 Alþingishúsið

 

12. júní voru á Alþingi samþykkt lög um jafna meðferð einstaklinga á vinnumarkaði og þar með bann við mismunun á grundvelli kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningu.

Þessi lagasetning hefur verið eitt af stefnumálum BSRB frá 2006 og því fagnaðarefni að það sé loksins orðið að veruleika. Þetta baráttumál varðar innleiðingu svokallaðra mismunatilskipana ESB. 

Fram að þessu hafði eingöngu verið fjallað um kynjajafnrétti í almennri löggjöf og skorti því verulega á að tryggt væri jafnrétti í víðari skilningi en eingöngu á grundvelli kyns.

Frumvarpið tók smávægilegum breytingum í meðförum þingsins og hefur ekki enn verið birt. 

Ákvæði um bann við mismunun á grundvelli aldurs taka gildi síðar, eða 1. júlí 2019. Ástæðan fyrir þessu er m.a. að í kjarasamningum á opinberum vinnumarkaði er orlofsávinnsla aldurstengd. Það eru ekki málefnaleg rök fyrir því að ávinnsla réttinda byggi á lífaldri og þarf því að endurskoða þau ákvæði kjarasamnings fyrir 1. júlí 2019.


Til baka