Fréttir

Norrænt silfur til Íslands

30 maí. 2018

 

 

Amelía Ósk og Bergrósa Vala copy

 

Frækið lið íslenskra sjúkraliða mætti keppendum frá hinum Norðurlöndunum á Nordic skills á dögunum.  Strangar æfingar og keppnisgleði skilaði íslensku keppendunum, þeim Amelíu Ósk og Bergrósu Völu, öðru sæti. 

Keppnin var að þessu sinni haldin í Osló og fengu keppendur lista sex vikum fyrir keppni með mögulegum verkefnum. Kvöldið fyrir keppni var þeim svo úthlutað tveimur til að keppa í. Að þessu sinni var annars vegar keppt í aðhlynningu á sjúkrahúsi vegna beinbrots og hins vegar heimahjúkrun eftir uppskurð.

Þrír dómarar fylgdust náið með hverju handtaki þátttakenda á meðan á keppni stóð. Stelpurnar okkar stóðu sig frábærlega, hlutu silfur og eru stéttinni til mikils sóma.

Á pallinum með nr 1   

 

 Gleði á verðlaunapallinum!     

 

      Amelía í viðtali    

Keppnin vakti nokkra athygli ytra, hér er Amalía Ósk í fréttaviðtali.

 

 

 

Frétt norska Fagbladed um keppnina.

Til baka