Fréttir

Námsskeið fyrir trúnaðarmenn haustið 2018

7 sep. 2018

1536320903 namskeid 2Námsskrá fyrir nám trúnaðarmanna hjá Félagsmálaskóla alþýðu fyrir haustið er komin út. Námið var stokkað upp í byrjun árs, gert hnitmiðaðra og er nú 96 kennslustundir í stað 142 áður og verður starfað áfram samkvæmt nýju skipulagi á haustönninni.

Á námskeiðinu er meðal annars farið ítarlega í hlutverk stéttarfélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði. Einnig er hlutverk trúnaðarmannsins rætt, hvað hann á að gera og hvað hann á ekki að gera.

Nýja námsskráin skiptist í nokkra hluta. Hver hluti er 16 kennslustundir og er kennt á tveimur heilum dögum, í stað þriggja daga áður.

Fyrsti hluti – 24. og 25. september 2018
Annar hluti – 1. og 2. október 2018
Þriðji hluti – 31. október og 1. nóvember 2018
Fjórði hluti – 26. og 27. nóvember 2018

Lesið nánar um efnið sem farið verður yfir í hverjum hluta hér. 

Áhugasamir nemendur geta  skráð sig á námskeiðin í gegnum vef Félagsmálaskóla alþýðu. Stofna þarf aðgang með íslykli eða lykilorði til að fá aðgang að námsgögnum og komast í samband við leiðbeinendur.

 

 

 

Til baka