Sjóðir

Markmið sjóða félagsins er að gera sjúkraliðum kleift að leita eftir fjárstuðningi vegna kostnaðar við nám, sem tengist starfi þeirra. Þeir sem hafa verið félagsmenn SLFÍ í 12 mánuði eiga rétt á styrk og rof á aðild getur aldrei verið lengri en 4 mánuðir.

Hvað er styrkt? 

  1. Skólagjöld
  2. Námskeiðagjöld
  3. Ráðstefnugjöld
  4. Ferðakostnaður
  5. Gistikostnaður  

Styrkur úr Starfsþróunarsjóði SLFÍ vegna náms/námskeiða sjúkraliða er að hámarki kr. 100.000 á tveggja ára tímabili.

Styrkur úr Starfsþróunarsjóði greiðist eftir að réttur er fullnýttur í Starfsmenntasjóði SLFÍ, að hámarki kr. 60.000.

Sjúkraliðar sem sækja sérnám sjúkraliða í hjúkrun og atvinnurekandi greiða ekki að fullu skólagjöldin fyrir, á rétt á að sækja um styrk til Starfsþróunarsjóðs SLFÍ fyrir því sem á vantar að gjaldið hafi verið greitt að fullu.

Styrkur vegna vísindaferða erlendis:

Með umsókn skal tilgangi vísindaferðar lýst ásamt dagskrá hennar. Að auki þarf af skila reikningum af farseðli og gistikostnaði. Sjúkraliði getur fengið að hámarki 90.000 kr. styrk og ræðst fjárhæð styrkja af fyrri styrkveitingum sem veitt hefur verið á síðastliðnum tveimur árum.