Fréttir

Málþing Náttúrulækningafélags Íslands- Sykur eða sætuefni- hvort er betra eða verra fyrir heilsuna? Haldið á Icelandair Hotel Reykjavik Natura, þriðjudaginn 15. mars kl. 19:30

11 mar. 2016

Mjög mikil umræða hefur verið á síðustu árum um mögulega skaðsemi sykurs og sætuefna. Almenningur og fagfólk er sífellt meðvitaðra um mikilvægi þess hvaða fæðu við neytum í daglegu lífi.

Náttúrulækningafélag Íslands hefur um áratuga skeið varað við neyslu hvíta sykrinum og heldur nú í annað sinn málþing um sykur, viðbættan sykur og sætuefni.

Á heimasíðu Náttúrulækningafélag Íslands www.nlfi.is er að finna fjölda greina langt aftur í tímann um sykurog skaðsemi hans.

Á  málþinginu verða frummælendur með gríðarlega þekkingu bæði um sykur og sætuefni sem einnig geta verið varasöm.
•       Er sætuefni hollara en sykur ?

Sjá nánar

Til baka