Fréttir

Mætum öll á mótmæli við Alþingishúsið vegna fyrirhugaðra breytinga á lífeyrissjóðakerfi opinberra starfsmanna

21 des. 2016

 

15578508 561853970686808 4766691553203565956 n

Hafi einhverntíman verið ástæða til að safnast saman niðri á alþingi þá er það nú.

Áreiðanlegar heimildir eru um að frumvarpið um breytingu á lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna verði afgeitt kl. 15:00 í dag og að talið sé að meirihluti verði fyrir því 
Þeir sem telja sig til meirihlutans vísa til samkomulagsins sem undirritað var af forystu bandalaganna í september og telja að með því hafi þeir afsalað opinberum starfsmönnum réttindum- þó evt. megi deila um útfærslu einstakra atriða varðandi þær bætur sem koma á fyrir afsalið samkvæmt frumvarpinu. 
Bandalögin hafa hafnað frumvarpinu og telja að um svik sé að ræða af hálfu fjármálaráðherra

Fresta verður jólaundirbúningi og mæta fyrir utan þinghúsið og á þingpalla.

Til baka