Fréttir

Kosning um verkfall hjá stofnunum sveitarfélaga

9 mar. 2016

11947887 982706348460491 2862315167618011264 o

Kæru sjúkraliðar sem starfa hjá sveitarfélögunum. 
Nú hefur verið sett í gang kosning um verkfallsboðun á vinnustöðum sjúkraliða sem starfa á kjarasamningi SAMBANDS ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA inni á heimasíðu félagsins.
Alsherjarverkfall hæfist þá 4. apríl nk. 
Það geta hafa orðið mistök við útsendingu upplýsinga. 
Það er tölvufyrirtæki sem sendir út um 300 tölvupósta. 
Það hafa komið upp þau tilvik að póstur berist ekki. 
Vil því biðja ykkur um að vera í sambandi hvert við annað svo að allt gangi sem best við kosninguna. 
Einnig getur það gerst að einstaklingur sé ekki skráður starfsmaður sveitarfélags á listanum og þurfi því að kæra sig inn á kjörskránna. 
Fyrir því geta verið nokkrar ástæður. Svo sem ný byrjuð/byrjaður, eða vinnur á tveimur stöðum sem eru með sitthvorn kjarasamninginn eða annarslags óhöpp. 
Þá er um að gera að vera í sambandi við skrifstofu félagsins og óska eftir lagfæringu þar á. 
Slíkt kæmi í ljós strax ef viðkomandi getur ekki kosið á heimasíðunni. 
Áætlað er að lok kosningarinnar verði um helgina.

Vil einnig benda ykkur á að til þess að kjósa þarf að nota rafræn skilríki svo sem Íslykil eða hafir þú verið búin að virkja símann þinn sem rafræn skilríki. 
Á islykill.is er hægt að panta lykilinn sem þá er sendur í heimabankann þinn. 
Munið svo að það er mjög mikilvægt að allir taki þátt í kosningunni

SAMSTAÐA ER AFL SEM EKKERT FÆR STAðIST

Til baka