Fréttir

Könnun á áhuga sjúkraliða á fagháskólanámi/diplómanámi

31 ágú. 2020

Haustið 2021 hefst tveggja ára fagháskólanám/diplómanám sjúkraliða við Háskólann á Akureyri. Námið verður kennt á grunni fjarnáms og er til tveggja ára og verður stundað með vinnu.

Einnig hefst á næstu vikum undirbúningsnámskeið sem ætlað er að gera nemendur betur undirbúna til að stunda nám í háskóla. Þátttaka í undirbúningsnámskeiðinu fyrir háskólanámið tryggir ekki sjálfkrafa skólavist í diplómanáminu þ.s. takmarkaður fjöldi kemst í námið í hvert sinn.

Niðurstöður könnunarinnar eru mikilvægar til að varpa ljósi á áhuga sjúkraliða um þessa nýju námsleið, á hvaða árum þeir vilja hefja námið, á hvaða sérsviði þeir hafa áhuga, hvort þeir telji sig þurfa undirbúning fyrir námið og hversu langa starfsreynslu væntanlegir námsmenn hafa.

Því betri sem þátttaka sjúkraliða er í könnuninni þeim mun áreiðanlegri eru niðurstöðurnar. Það mun gefa verkefnahópnum sem vinnur að útfærslu námsins betri vísbendingar um áhugasvið sjúkraliða til að byggja á við undirbúning og skipulag námsins.

Könnunin mun berast félagsmönnum í tölvupósti

Til baka