Lesa meira: Laun hækkuðu almennt um 2,5 til 3% frá 1. júní

 

Laun sjúkraliða hækkuðu almennt um 2,5 til 3% frá 1. júní 2018.
Launaskrið hefur verið leiðrétt hjá mörgum vinnuveitendum, en Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa enn ekki leiðrétt laun vegna launaskriðs.
Samkvæmt upplýsingum frá þeirra forsvarsfólki er það vegna seinagangs í störfum Sjúkratrygginga Íslands.
Margar smærri stofnanir hafa leiðrétt laun sjúkraliða, en enn eiga nokkrar stofnanir eftir að uppfæra laun í takt við launaskriðið og er unnið að því.
Mikil vinna hefur verið í gangi í samstarfsnefnd Sjúkraliðafélags Íslands og LSH vegna uppfærslu og hugsanlegra breytinga á uppbyggingu stofnanasamnings við stofnunina. Ýmis vandamál hafa komið á daginn þegar
kjör sjúkraliða eru skoðuð og borin saman við störf, starfslýsingar, verk og verklýsingar og ábyrgð sjúkraliða á mismunandi deildum. Mikill vilji er hjá báðum aðilum á að finna lausn eða gerð stofnanasamnings þar sem raunverulegt réttmætt mat fer fram á hverjum sjúkraliða fyrir sig, sem endurspeglar störf og ábyrgð hvers og eins.

Lífeyrismál

Bandalags háskólamanna, BSRB og Kennarasambands Íslands, annars vegar, og fjármála- og efnahagsráðherra, f.h. ríkissjóðs, og Sambands íslenskra sveitarfélaga, hins vegar, um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna.

Viðræður hafa staðið milli Bandalags háskólamanna (BHM), BSRB og Kennarasambands Íslands (KÍ), annars vegar, og fulltrúa ríkisins og sveitarfélaga, hins vegar, um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna. Þessar breytingar miða að samræmingu lífeyrisréttinda á almennum og opinberum vinnumarkaði, að aldurstenging réttinda verði grundvallarregla kerfisins og að lífeyristökualdur verði hækkaður í áföngum til að stuðla að sjálfbærni þess. Breytingarnar miða að því að koma á samræmdu lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn.
Undirrituð, f.h. ríkis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og heildarsamtaka opinberra starfsmanna lýsa sig samþykk eftirfarandi forsendum, markmiðum og ráðstöfunum um skipan málefna A-deilda Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) og Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga (Brú).

Skoða kjarafréttir

Lesa meira: Kjarafréttir til sjúkraliða - september 2016

Um leið og Kjaramálanefnd SLFÍ óskar ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir samstarfið á árinu sem er liðið vill nefndin koma á framfæri upplýsingum um stöðu félagsins í kjaramálum.

Óskað er eftir því að það sé látið berast út meðal sjúkraliða að rafræna fréttabréfið sé komið inn á öll tölvupóstföng sem félagið hefur yfir að ráða og að einnig eru kjarafréttir settar inn á heimasíðuna svo allir geti fylgst með þar líka. 

Eitthvað hefur borið á því að fréttabréfið hafi farið í ruslpóstinn og eru þeir sem ekki sjá bréfið í tölvupóstinum eru beðnir um að athuga það. 

Skoða kjarafréttir

Lesa meira: Kjarafréttir til Sjúkraliða - Janúar 2016

Ákveðið hefur verið að senda út annað fréttabréfið í  desember, og kynna fyrir ykkur stöðu mála í samningaviðræðum félagsins við viðsemjendur sína. 
Félagið hefur kappkostað að senda út rafræna fréttapósta um stöðuna og verður þetta annað blaðiðnú í desember. Þrátt fyrir það hafa margir hringt og undrast á því að engar upplýsingar berist þeim. 

Óskað er eftir því að það sé látið berast út meðal sjúkraliða að rafræna fréttabréfið sé komið inn á öll tölvupóstföng sem félagið hefur yfir að ráða og að einnig eru kjarafréttir settar inn á heimasíðuna svo allir geti fylgst með.

Skoða kjarafréttir

Hér koma Kjarafréttir þ.e. þriðja sinn í desember, til þess að kynna fyrir sjúkraliðum hvernig gengur að ná kjarasamningum við þá atvinnurekendur, sem eftir er að semja við.
Félagið hefur kappkostað að senda út rafræna fréttapósta um stöðuna og verður í þriðja sinn í desember, eins og fyrr hefur komið fram.

Óskað er eftir því að það sé látið berast út meðal sjúkraliða að rafræna fréttabréfið sé komið inn á öll tölvupóstföng sem félagið hefur yfir að ráða og að einnig eru kjarafréttir settar inn á heimasíðuna svo allir geti fylgst með þar líka. Lesa meira: Kjarafréttir til Sjúkraliða - Desember 2015 - no 3

Skoða kjarafréttir

Ákveðið hefur verið að senda fréttabréfið út nú í nóvember, og kynna fyrir ykkur stöðu mála í samninaviðræðum félagsins við viðsemjendur sína. 
Félagsmen eru beðnir afsökunar á að vegna mkilla anna í samningaviðræðum og einnig kynningu á kjarasamningi félagsins við ríkið hefur ekki unnist tími til þess að senda fréttabréfið fyrr út. 

Skoða kjarafréttir

Lesa meira: Kjarafréttir til sjúkraliða - október 2015

Sjúkraliðar geta skráð sig inn með kennitölu og félaganúmeri hér til að skoða nýgerðan kjarasamnin við ríkið.

Lesa meira: Kynning á kjarasamningi

Mánudaginn 24. okt var haldinn fundur með fulltrúum SFH. Á fundinum var farið yfir drög að samkomulagi en í ljós kom að vegna skorts á upplýsingum var ákveðið að þeirra yrði aflað og næsti fundur ákveðinn á morgun fimmtudaginn 27. okt kl 13:00 

 

Kjaramálanefnd Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) hefur ákveðið að leita eftir samþykki félagsmanna SLFÍ um vinnustöðvanir sjúkraliða sem starfa á ríkisstofnunum:

Nú er mikið að gerast í málefnum Sjúkraliðafélags Íslands vegna viðræðnanna við ríkið og því mikil þörf á fréttabréfi sem þessu. 
Félagið hefur farið á nokkra vinnustaðafundi með sjúkraliðum sem starfa hjá ríkinu og mun halda því áfram til þess að gera félagsmönnum grein fyrir stöðunni. 

Skoða kjarafréttir

 

Lesa meira: Kjarafréttir til sjúkraliða - september 2015

Ákveðið hefur verið að senda fréttabréfið KJARAFRÉTTIR út nú upp úr miðjum ágúst þar sem viðræður við ríki og Reykjavíkurborg hafa hafist að nýju. 

Skoða Kjarafréttir Lesa meira: Kjarafréttir til sjúkraliða - ágúst 2015