Kjaradeilu vísað til ríkissáttasemjara

Aðildarfélög BSRB, þ.m.t. Sjúkraliðafélagið, sem eiga í kjarasamningsviðræðum við Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa vísað viðræðunum til ríkissáttasemjara. Þann 24. september slitnaði upp úr viðræðum við ríkið og í framhaldinu var viðræðunum vísað til ríkissáttasemjara.

Áherslur Sjúkraliðafélagsins hafa legið fyrir í hálft ár eða lengur, og felst meginkrafan um að stytta vinnuvikuna í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks án launaskerðingar.

Kjarasamningar Sjúkraliðafélags Íslands hafa verið lausir frá því í lok mars og hafa fundir staðið yfir frá þeim tíma. Það er því leitt að viðræðurnar um styttingu vinnuvikunnar séu ekki komnar lengra en raun ber vitni. Ljóst er að reynt hefur á samningsvilja ríkisins og nú orðið tímabært að ríkissáttasemjari taki við verkstjórninni.

Til baka