Fréttir

Íslandsmót iðn og verkgreina

2 mar. 2017

Bodskort

Mín framtíð – Íslandsmót verk- og iðngreina 2017

& Framhaldskólakynning

Íslandsmót iðn- og verkgreina verður haldið dagana 16. – 18. mars 2017 og fer fram í Laugardalshöll í Reykjavík. Gera má ráð fyrir að um 150 keppendur taki þátt í Íslandsmótinu og keppt verði í 21 iðn- og verkgrein, þar á meðal keppa sjúkraliðanemar í hjúkrun. Nokkrar greinar til viðbótar verða með kynningu á störfum en alls taka 27 iðn- og verkgreinar þátt  í ár. Fagreinarnar bjóða einnig upp á „Prófaðu“ svæði þar sem gestir fá að fikta, smakka og upplifa. 
Samhliða Íslandsmótinu verður kynning á framhaldsskólum landsins og námsframboði þeirra.

Verkiðn – Skills Iceland eru samtök sem halda utan um Íslandsmót iðn- og verkgreina. Þau voru stofnuð árið 2010 og hafa síðan þá haldið Íslandsmót árin 2010, 2012 og 2014. Á þessum mótum hafa um 150 keppendur tekið þátt í um 20 iðn og verkgreinum.

Von er á um 8 þúsund grunnskólanemendum í 9. – 10. bekk alls staðar af landinu í Höllina til að kynna sér námsmöguleika og fjölbreytni greinanna. Þessi heimsókn er hugsuð sem liður í náms- og starfsfræðslu þessara nemenda og einn liður í að styrkja nemendur í að taka upplýsta ákvörðun um náms- og starfsval.

Á laugardeginum eru fjölskyldur sérstaklega velkomnar. Gefst þá einstakt tækifæri til að snerta og upplifa ýmislegt skemmtilegt sem snertir nám og störf í iðn- og verkgreinum. Team Spark kynnir rafmagnsbíl og einnig verður í boði að smakka upp á kræsingar sem útbúnar hafa verið í keppninni.  


Mótið fer fram í Laugardalshöll og er opið fyrir áhorfendur sem hér segir:

  • Fimmtudaginn 16. mars kl. 9 – 16
  • Föstudaginn 17. mars kl. 9 – 16
  • Laugardaginn 18. mars kl. 10 – 14
    • Laugardagurinn verður fjölskyldudagur, fræðsla og fjör


Allir velkomnir – enginn aðgangseyrir!

Til baka