Spennandi námskeið hjá Framvegis - 26. feb. 2013

Framvegis Logo 2011 stærra


Vannæring hjá öldruðum og langveikum - lærðu að greina, fyrirbyggja og meðhöndla-Einnig fjarkennt NÝTT

Þar sem fullbókað er á fyrra námskeiðið og færri komust að en vildu höfum við ákveðið að bæta við öðru námskeiði 29. og 30. apríl. Námskeiðið verður með sama hætti og það fyrra, kennt í Skeifunni 11b en einnig fjarkennt.  

Á námskeiðinu verður fjallað um hvernig næringarástand einstaklingsins hefur áhrif á lífslíkur og árangur meðferðar. Markmið námskeiðsins er að sjúkraliðar þekki leiðir til að koma í veg fyrir vannæringu og að greina einstaklinga í áhættu að fá vannæringu.

Leiðbeinandi: Ólöf Guðný Geirsdóttir, næringarfræðingur á LSH og doktorsnemi í næringarfræði. Námskeiðið er einnig sent út í fjarkennslu, nánari upplýsingar um fjarkennslu er að finna hér. Skráning á heimasíðu Framvegishér